Mín líðan

Í vikunni átti ég frábæran fund með einstaklega öflugu fólki sem hefur stofnað fjargeðheilbrigðisþjónustuna minlidan.is

Mín líðan býður uppá hugræna atferlismeðferð (HAM) á netinu sem er ein algengasta gagnreynda sálfræðimeðferðin við þunglyndi og kvíða og hefur verið notuð í mörg ár með góðum árangri.

Tanja Dögg og Sveinn Óskar hafa lagt allan sinn frítíma og orku í að koma Mín líðan á fót til að reyna svara þeirri brýnu þörf sem er á fjölbreyttari úrræðum fyrir kvíða og þunglyndi. Úrræði sem fyrir mörgum árum er farið að bjóða uppá erlendis. Hugsjónaverkefnið þeirra hefur síðan stækkað og stækkað og í dag hafa þau farið í gegnum allar þær öryggiskröfur sem Landlæknir hefur sett ásamt því að fá mikilvæga styrki til að koma þessu á fót. Það er þó leiðinlegt að heyra hversu mörgum lokuðum dyrum þau hafa mætt í ferlinu og mæta enn til að kynna sína starfsemi, meira um það síðar.

Hér er um að ræða fyrirmyndar verkefni þar sem sérstaklega er verið að einblína á ungt fólk sem upplifir væg til miðlungs einkenni kvíða og depurðar, sem er sá hópur sem er í alltof mikilli hættu hérlendis og leitar sér of seint hjálpar við þeim einkennum. Á fyrsta stigi vandans megum við ekki bregðast þeim sem glíma við geðræn vandamál. Ef ekkert er gert getur vandinn fljótt undið upp á sig. Við þekkjum of mörg dæmi þess, þá sérstaklega meðal ungra karlmanna. (Meðferðin hentar þó öllum aldurshópum.) Ekki síst er verkefnið einnig mikilvægt því það getur aukið þá þjónustu til muna sem býðst á landsbyggðinni.

Ég hvet ykkur til að kynna ykkur Mín líðan. Auðvelt úrræði sem svarar þeim tækniframförum sem sífellt eru að verða á samfélaginu ásamt því að vera ódýrari en hefðbundin sálfræðiþjónusta. En ég vona að heilsugæslur og heilbrigðiskerfið í heild hér á landi sjái hag sinn í svona frumkvöðlum, hjálpi þeim og noti úrræðið til að efla geðheilbrigðisþjónsutu um land allt.

Styrkja framboðið

Það er hægt að styrkja framboðið með því að leggja inn á reikning þess.


Þeir sem styrkja framboðið fá í staðinn gjöf með merki framboðsins á meðan birgðir endast.

Hægt er að styrkja framboði beint með því leggja inná bankareikning framboðsins:  

Kennitala: 620616-0870

Reikningsnúmer: 0133-26-011882

Frambjóðandi má ekki taka við hærri styrkjum frá einstaka fyrirtæki eða lögaðila en sem nemur 400.000 kr. á ári. Birta ber nöfn allra fyrirtækja/lögaðila sem styrkja kosningabaráttu frambjóðandans.

Frambjóðandi má ekki taka við hærri styrkjum frá einstaklingum en sem nemur 400.000 kr. á ári. Birta skal nöfn einstaklinga sem veitt hafa styrki sem metnir eru á meira en 300.000 kr. til kosningabaráttunnar.