Ég var gestur sjálfstæðismanna í Stykkishólmi með Einari K. Guðfinnssyni þingforseta og Haraldi Benediktssyni þingmanni þann 22.mars. Frábær fundur, góð mæting og skemmtilegar umræður um pólitíkina, Sjálfstæðisflokkinn, starfið framundan og ýmis málefni. Alltaf gaman að koma í Hólminn og ekki amalegt að fá að gista í Bæjarstjórabústaðnum í kvöld hjá Sturlu og Hallgerði.
Þá sótti ég á kjördæmisþing sjálfstæðismanna í NV sem haldið var í Borgarnesi í maí. Alltaf gaman að hitta nýtt fólk og fá tækifæri til að ávarpa hópinn og ræða um framtíðina og breytingar.