Ferðir á Suðurland

Skemmtilegur dagur á Suðurlandinu. Hann byrjaði snemma með heimsókn á lögreglustöðina á Selfossi að kíkja á gamla samstarfsmenn. Það verður skrítið að klæða sig ekki í lögreglufötin þetta sumarið. Síðan fór ég á mjög fjölmennt kjördæmisþing sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi sem var haldið á Hellu, þar sátum við forystan ásamt framkvæmdastjóra fyrir svörum. Þá kíkti ég einnig á fyrrum samstarfsmenn á lögreglustöðinni á Hvolsvelli áður en eg keyrði í bæinn og beint á Alþingi þar sem samþykkt var stórt skref í að afnema höftin. Það er ekki hægt að segja annað en að þessi sunnudagur hafi verið afskaplega skemmtilegur og farsæll.

Þann 2. apríl var ég einnig gestur fulltrúaráðsins á laugardagsfundi á Hellu. Þar voru málin rædd og ég átti gott spjall við Rangæinga.