Frjálsi sumarskólinn

Ég hélt fyrirlestur um frelsismálin, unga fólkið og áhrifin sem hægt er að hafa í pólitíkinni í Frjálsa sumarskólanum á vegum Samtaka frjálsra framhaldsskólanema á sunnudaginn. Alveg frábært framtak og gaman að hitta svona öflugt ungt fólk og eiga spjall við þau um stjórnmálin.

Dagskráin í skólanum var glæsileg og var yfir alla helgina. Takk fyrir boðið!