Ábyrgð stjórnmálanna

Staðan í stjórnmálunum er flókin eftir kosningarnar 28. október síðastliðinn. Skilaboð kjósenda eru óskýr og aldrei hafa fleiri flokkar átt fulltrúa á Alþingi Íslendinga. En það er verkefni og ábyrgð stjórnmálamanna að mynda ríkisstjórn.

Eftir umrót stjórnmálanna síðustu ár þurfum við ríkistjórn sem sýnir í verki að hér eigi að byggja upp áframhaldandi stöðugleika, stuðlar að velferð, vinnur að nauðsynlegri innviðauppbyggingu og tekst á við þær áskoranirsem bíða okkar. Leggja þarf grunn að stöðugleika framtíðar og takast á við flókna kjarasamninga. Styrk ríkisstjórn með skýra stefnu er ein forsenda þess að kjarasamningar, jafnt opinberra starfsmanna sem launafólks á almennum vinnumarkaði, takist með farsælum hætti.

Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkur landsins og hefur flesta þingmenn eftir síðustu kosningar. Hann hefur sýnt að tækifærin hérlendis eru mörg og að traust og ábyrg stjórn efnahagsmála skiptir máli til að hægt sé að byggja upp framúrskarandi þjóðfélag þar sem atvinnuleysi er lágt og kaupmáttur mikill. Þetta er sú festa sem áframhaldandi uppbygging hvílir á.

Það er auðvelt að standa í stjórnarandstöðu og halda vinsældum, en stjórnmálin snúast um að taka ábyrgð og vinna fyrir land og þjóð. Ábyrgðin snýst um að koma saman ríkistjórn sem fyrst. Það er gæfa okkar Íslendinga að þrátt fyrir talsverðan málefnaágreining er lítið um óyfirstíganleg hyldýpi á milli flokka þegar horft er yfir sviðið. Þess vegna á vel að vera hægt að leysa úr þessari stöðu þótt hún hafi oft verið einfaldari.

Verkefnin bíða og það er ábyrgðarleysi að komast ekki sem fyrst að niðurstöðu um ríkisstjórnarmyndun. Sem betur fer höfum við ekki oft upplifað marga mánuði af stjórnarmyndunarviðræðum eins og í fyrra þegar við horfðum upp á umferð eftir umferð af árangurslausum viðræðum. Almenningur hefur ekki þolinmæði fyrir því á nýjan leik.

Við þurfum að sýna ábyrgð og mynda ríkisstjórn sem tryggir velferð, kaupmátt og stöðugleika til framtíðar.

Pistill sem birtist í Morgunblaðinu í dag 7. nóvember.

Styrkja framboðið

Það er hægt að styrkja framboðið með því að leggja inn á reikning þess.


Þeir sem styrkja framboðið fá í staðinn gjöf með merki framboðsins á meðan birgðir endast.

Hægt er að styrkja framboði beint með því leggja inná bankareikning framboðsins:  

Kennitala: 620616-0870

Reikningsnúmer: 0133-26-011882

Frambjóðandi má ekki taka við hærri styrkjum frá einstaka fyrirtæki eða lögaðila en sem nemur 400.000 kr. á ári. Birta ber nöfn allra fyrirtækja/lögaðila sem styrkja kosningabaráttu frambjóðandans.

Frambjóðandi má ekki taka við hærri styrkjum frá einstaklingum en sem nemur 400.000 kr. á ári. Birta skal nöfn einstaklinga sem veitt hafa styrki sem metnir eru á meira en 300.000 kr. til kosningabaráttunnar.