Við elskum þetta lið

„Þetta ís­lenska lið gerði eig­in­lega ekki neitt.“ Ein­mitt. Messi hef­ur greini­lega ekki lært neitt af hinum taps­ára koll­ega sín­um, Ronaldo, á EM í fót­bolta sum­arið 2016.

Þetta lið gerði nefni­lega mjög margt í þess­um leik á laug­ar­dag­inn. Fyr­ir utan að skora mark, verja víti og pakka í stór­kost­lega vörn sem Messi og fé­lag­ar réðu ein­fald­lega ekk­ert við gladdi ís­lenska karla­landsliðið í fót­bolta þjóð sína og sam­einaði um allt land – og er­lend­is. Íslend­ing­ar fylltu bari á Spáni og í Washingt­on. Fólk sem vissi ekki að það hefði nokk­urn áhuga á knatt­spyrnu stóð sig að því að öskra sig hást á sjón­varps­skjá­inn, fagna stór­kost­lega þegar markið kom og varpa önd­inni létt­ar í hvert sinn sem skot geigaði eða Hann­es varði.

En hver er lyk­ill­inn á bak við þetta? Á bak við þenn­an ár­ang­ur? Ein­hver sagði að okk­ur langaði bara meira til að vinna, en vilji er ekki al­veg allt sem þarf. Hæfi­leik­ar, þol­in­mæði, kraft­ur og út­hald er nauðsyn­legt. Sam­skipti og sam­still­ing, að geta róið í sömu átt og skipt með sér verk­um þannig að hver og einn blómstri í sínu hlut­verki skipt­ir líka máli. Góð leiðsögn, hvatn­ing fólks­ins í kring, skyn­sam­leg gagn­rýni og geta til að taka henni og bæta sig er nauðsyn­leg. Þetta allt má heim­færa upp á flest það sem við ger­um í líf­inu.

Er­lend­ir fjöl­miðlar fá ekki nóg af ís­lensku hetj­un­um, sög­un­um af tann­lækn­in­um úr Eyj­um og öllu því. Ég er ekk­ert að gera lítið úr ým­is­kon­ar land­kynn­ing­ar­verk­efn­um sem farið hef­ur verið í í gegnum tíðina, en eng­inn hefði getað skipu­lagt öfl­ugra átak en þetta. Á EM 2016 tvö­faldaðist fjöldi leitar­fyr­ir­spurna á Google þar sem Ísland kom fyr­ir og hafði þá ekki verið meiri síðan Eyjafjallajökull gaus 2010. Það er dá­lítið viðeig­andi, enda er þetta lið út af fyr­ir sig eins og náttúruafl. Þannig get­ur fram­ganga ís­lenska liðsins ekki ein­ung­is glatt okk­ur, sam­einað og gert okk­ur stolt held­ur haft raun­veru­leg áhrif á rekst­ur þjóðarbús­ins með því að vekja áhuga fólks um all­an heim á Íslandi.

En þetta er bara ein hlið á þessu öllu. Það sem þess­ir strák­ar og stelp­ur í landsliðunum okk­ar kenna okk­ur er að ekk­ert er ómögu­legt og eru þannig frá­bær­ar fyr­ir­mynd­ir. Það á að vera ómögu­legt fyr­ir örþjóð eins og okk­ur að eiga landslið sem keppa við þá bestu og standa sig vel í fót­bolta, hand­bolta og öðrum íþrótta­grein­um. En þetta snýst um það að setja sér mark­mið og trúa því að við höf­um það sem til þarf. Maður kemst nefni­lega sjald­an lengra en maður ætl­ar sér.

Og Messi get­ur al­veg reynt að telja sér trú um að ís­lenska liðið geri ekki neitt. Við vit­um bet­ur. Við elsk­um þetta lið og styðjum það alla leið.

 

Greinin birtist í Morgunblaðinu 18. júní 2018.