Golfmót LS

Það var ótrúlega gaman að hitta rúmlega 70 konur sem höfðu spilað á golfmóti landssambands sjálfstæðiskvenna í síðustu viku. Ég fékk að veislustýra um kvöldið þegar leikar voru búnir og borðaður góður matur yfir úrslitum dagsins. Golfnefndin á hrós skilið fyrir glæsilega umgjörð, flotta vinninga og skemmtilegan dag.