Viðtalstími í Valhöll

Vikulegir viðtalstímar þingmanna og borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, alþingismaður og ritari Sjálfstæðisflokksins, og Eyþór L. Arnalds, oddviti borgarstjórnarhópsins, bjóða upp á viðtalstíma á föstudaginn, 14. september, á milli 12:00 og 13:00. Hver viðtalstími er að hámarki 15 mínútur að lengd.

Þingmenn og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða, frá og með föstudeginum 14. september næstkomandi, með opna viðtalstíma á skrifstofu flokksins í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Viðtalstímarnir munu fara fram á föstudögum frá kl. 12:00 – 13:00. Upplýsingar um hvaða fulltrúar verða til viðtals hverju sinni, verða auglýstar nánar á heimasíðu og samfélagssíðum flokksins.

Bóka verður tíma fyrirfram í s. 515-1700 eða með tölvupósti á [email protected] .

https://xd.is/vi%C3%B0bur%C3%B0ir/vidtalstimar-aslaug-arna-sigurbjornsdottir-og-eythor-l-arnalds/

Styrkja framboðið

Það er hægt að styrkja framboðið með því að leggja inn á reikning þess.


Þeir sem styrkja framboðið fá í staðinn gjöf með merki framboðsins á meðan birgðir endast.  Um er að ræða derhúfur, stílabækur, penna og skyndihjálpartösku.

Hægt er að styrkja framboði beint með því leggja inná bankareikning framboðsins:  

Kennitala: 620616-0870

Reikningsnúmer: 0133-26-011882

Frambjóðandi má ekki taka við hærri styrkjum frá einstaka fyrirtæki eða lögaðila en sem nemur 400.000 kr. á ári. Birta ber nöfn allra fyrirtækja/lögaðila sem styrkja kosningabaráttu frambjóðandans.

Frambjóðandi má ekki taka við hærri styrkjum frá einstaklingum en sem nemur 400.000 kr. á ári. Birta skal nöfn einstaklinga sem veitt hafa styrki sem metnir eru á meira en 300.000 kr. til kosningabaráttunnar.