Heimsókn til Kiruna

Ég sótti í september undirbúningsfund Norðurlandanna fyrir haustþing Alþjóðaþingmannasambandsins (IPU) í Kiruna í norður Svíþjóð. Farið var yfir helstu umræðuefni haustþingsins sem mun fara fram í október í Genf.

Þar á meðal verður kosið um hvort taka eigi til umræðu hlutverk þjóðþinga í að binda enda á mismunun á grundvelli kynferðis og kynhneigðar og tryggja virðingu fyrir mannréttindum LGBTI+ fólks. Norrænu þjóðirnar þurfa að styðja við að efnið verði sett á dagskrá enda eitt meginmarkmiða IPU að stuðla að bættum mannréttindum og lýðræði í heiminum. Fjöldi landa reynir að koma í veg fyrir þessa umræðu, það er ljóst að endurskoða þarf tilgang sambandsins ef ekki er hægt að ræða umdeild mál á vettvangi IPU þar sem 179 þjóðþing eiga eintakt tækifæri til að eiga samtal sem ekki gefst annarsstaðar.

Að öðru var gaman að fá tækifæri til að koma til Kiruna, skoða þar m.a. geimsetur og eina stærstu stálnámu í Evrópu, en ráðgert er að færa bæinn Kiruna að mestu á næstu árum til að hægt sé að halda áfram að grafa undir henni. Það er áhugaverð áskorun og tækifæri að búa til nýjan bæ nánast frá grunni á nýjum stað örskammt frá.

Styrkja framboðið

Það er hægt að styrkja framboðið með því að leggja inn á reikning þess.


Þeir sem styrkja framboðið fá í staðinn gjöf með merki framboðsins á meðan birgðir endast.

Hægt er að styrkja framboði beint með því leggja inná bankareikning framboðsins:  

Kennitala: 620616-0870

Reikningsnúmer: 0133-26-011882

Frambjóðandi má ekki taka við hærri styrkjum frá einstaka fyrirtæki eða lögaðila en sem nemur 400.000 kr. á ári. Birta ber nöfn allra fyrirtækja/lögaðila sem styrkja kosningabaráttu frambjóðandans.

Frambjóðandi má ekki taka við hærri styrkjum frá einstaklingum en sem nemur 400.000 kr. á ári. Birta skal nöfn einstaklinga sem veitt hafa styrki sem metnir eru á meira en 300.000 kr. til kosningabaráttunnar.