Opið hús á Alþingi

1. desember 2018 var opið hús á Alþingi, þar tókum við á móti þúsundum manna sem lögðu leið sína í tilefni 100 ára fullveldisafmælisins. Það var einstaklega gaman að hitta fólk og hafa vinnustaðinn svona opinn. Það ríkti almenn ánægja með þetta og mikill straumur af fólki allan daginn. Takk fyrir komuna!