Myndband: frumvarp um nálgunarbann

Í haust lagði ég fram frumvarp um breytingar á framkvæmdinni varðandi meðferð beiðna um nálgunarbann þar sem tekið er mið af þeirri reynslu sem áunnist hefur. Nálgunarbann á að bæta réttarstöðu þolenda heimilisofbeldis og annarra þolenda ofbeldis og ofsókna. Markmiðið er að vernda þann sem brotið er á og fyrirbyggja frekara ofbeldi. Samráð var m.a. haft við lögregluembætti og Kvennaathvarfið.

Ég tók upp stutt myndband til að útskýra breytingarnar sem ég er að leggja fram með frumvaprinu mínu:

https://www.facebook.com/aslaugarna/videos/2197181807196063/

Styrkja framboðið

Það er hægt að styrkja framboðið með því að leggja inn á reikning þess.


Þeir sem styrkja framboðið fá í staðinn gjöf með merki framboðsins á meðan birgðir endast.

Hægt er að styrkja framboði beint með því leggja inná bankareikning framboðsins:  

Kennitala: 620616-0870

Reikningsnúmer: 0133-26-011882

Frambjóðandi má ekki taka við hærri styrkjum frá einstaka fyrirtæki eða lögaðila en sem nemur 400.000 kr. á ári. Birta ber nöfn allra fyrirtækja/lögaðila sem styrkja kosningabaráttu frambjóðandans.

Frambjóðandi má ekki taka við hærri styrkjum frá einstaklingum en sem nemur 400.000 kr. á ári. Birta skal nöfn einstaklinga sem veitt hafa styrki sem metnir eru á meira en 300.000 kr. til kosningabaráttunnar.