Heimsókn frá Sambandi íslenskra framhaldsskólanema

Í dag tókum við þingmenn Sjálfstæðisflokksins á móti stjórnarmeðlimum í Sambandi íslenskra framhaldsskólanema. Við ræddum stefnuskrána þeirra, stöðu innflytjenda í menntamálum, aðgengi að sálfræðingum í skólakerfinu, iðnmenntun og margt fleira. Takk fyrir komuna Gunnhildur Fríða, Ólafur Hrafn, Elín Halla og Hildur.