Samþykkt SÞ um flóttamenn og farendur

Fór aðeins yfir hvað er rétt og rangt í samþykktum SÞ um flóttamenn og farendur á Bylgjunni síðdeigs. Samþykktirnar hafa engin áhrif á íslenska löggjöf. Þetta haggar heldur ekki fullveldislöggjöf okkar að ráða okkar stefnu. Þá er mikilvægt að halda því til haga að samþykktirnar eru ekki lagalega bindandi. Það er einnig rangt að engin umræða hafi verið um málið, það hefur tvisvar verið til umræðu í utanríkismálanefnd á síðustu mánuðum.

http://www.visir.is/g/2018181219869/umraedan-um-samthykktir-sameinudu-thjodanna-stormur-i-vatnsglasi?fbclid=IwAR0_DGNKUSvt5_BC7HcQUEQj24ZbrcNOOioczYjVBxBiURt9BxtEbxzI0Kw

Ég rökræddi einnig alþjóðasamþykktina um stöðu farenda í morgunútvarpinu. Það er mikilvægt að halda fram staðreyndum í þessu máli líkt og öðrum. Svarið við spurningunni í fyrirsögninni er nokkuð einföld. Við erum að samþykkja þessa samstöðuyfirlýsingu afþví að Ísland vill taka þátt í góðri samvinnu landa. Við lýsum okkur reiðubúin að vinna með öðrum ríkjum að bæta viðbrögð alþjóðasamfélagsins og hvetja til mannsæmandi meðferðar á farendum og þeirra málefnum.

http://www.visir.is/k/d66d5e4b-50b5-42e9-87d1-d3a092133fcc-1544688444189?fbclid=IwAR1AW-Rwjh3TGEfCa1ssGWdNs5sgTDE6TPPkaSYEbiE5UcscuRtbNuoktQk

Nokkur atriði:

❗️Samþykktirnar eru ekki lagalega bindandi

❕Engin formleg skylda er á ríkjunum.

❗️Við ráðum áfram okkar innflytjenda- og útlendingalöggjöf sjálf.

❕Efni samþykktanna fellur innan íslensks lagaramma og framkvæmdar.

❗️Það er grundvallaratriði í samþykktinni að hún haggar ekki við fullveldisrétti ríkja.

❕Ákvæði samþykktarinnar veita ekki ríkari rétt til farenda til komu eða dvalar á Íslandi.

❗️Hefur ekki áhrif á lagaleg réttindi og ekki er verið að höggva í tjáninga- né fjölmiðlafrelsi.

Styrkja framboðið

Það er hægt að styrkja framboðið með því að leggja inn á reikning þess.


Þeir sem styrkja framboðið fá í staðinn gjöf með merki framboðsins á meðan birgðir endast.

Hægt er að styrkja framboði beint með því leggja inná bankareikning framboðsins:  

Kennitala: 620616-0870

Reikningsnúmer: 0133-26-011882

Frambjóðandi má ekki taka við hærri styrkjum frá einstaka fyrirtæki eða lögaðila en sem nemur 400.000 kr. á ári. Birta ber nöfn allra fyrirtækja/lögaðila sem styrkja kosningabaráttu frambjóðandans.

Frambjóðandi má ekki taka við hærri styrkjum frá einstaklingum en sem nemur 400.000 kr. á ári. Birta skal nöfn einstaklinga sem veitt hafa styrki sem metnir eru á meira en 300.000 kr. til kosningabaráttunnar.