ÁSLAUG ARNA SIGURBJÖRNSDÓTTIR

Forsíða Fréttablaðsins: Fjölbreyttari nemendur í háskóla

Ég ætla deila hér skrifum frá vini mínum Arnóri (Arnór Bragi Elvarsson) sem stundar nám í Sviss:

„Á föstudaginn eyddi ég kvöldinu með góðum vinum og þeirra á meðal stelpu sem ég hafði hitt einu sinni áður. Hún sagðist vera að nema heilbrigðisvísindi í iðnskóla (þýska: Fachhochschule). Þar fengi hún Bachelor-iðngráðu sem veitti henni þó aðgang að Masters-námi á háskólastigi (þ. Universität).

Fyrst um sinn þegar ég kynntist þessu fyrirkomulagi fannst mér þetta nú skrýtið þar sem þetta er nú ekki ‘Háskólanám’. En ég komst svo að þeirri niðurstöðu að Sviss er ríkara samfélag fyrir það eitt að bjóða upp á fjölbreytni á þennan hátt.

Samnemandi minn sem ég kynntist í eigin námi í samgönguverkfræði við ETH fór sömu leið. Sá þurfti þó að bæta við sig nokkrum áföngum á meðan á Meistaranáminu stóð, sér í lagi stærðfræðiáföngum.

Þó að ég hafi tekið þessa sömu stærðfræðiáfanga á Bachelor-stigi, gerir það ekki ómögulegt fyrir téðan nemanda að bæta upp fyrir það.

Ég styð þessa breytingu heilshugar. Háskólar eru sjálfir færir til að meta eigin námsmenn.”

Það er nefnilega svoleiðis, sveigjanleiki og tækifæri ættu að vera lykilþættir í íslensku menntakerfi.

https://www.frettabladid.is/frettir/aslaug-arna-leggur-til-opnari-haskola?fbclid=IwAR12uq6Ga-0iH5G3mZofwG2wWhUJRiYL28GoIabvr8ng3lk0tDg6dPuU2XI