ÁSLAUG ARNA SIGURBJÖRNSDÓTTIR

Úrbætur í menntakerfinu

Mikil og góð umræða hefur skapast um tillögur mínar á úrbótum í menntakerfinu, meðal annars í Bítinu á Bylgjunni í morgun sem hlusta má á hér: http://www.visir.is/k/76b588dd-7307-4285-a53d-9e3cf38ce04d-…

Vegna svona hugmynda koma þó ávallt og eðlilega upp ýmsar vangaveltur. Mig langar að varpa ljósi á nokkur atriði.

Er ég að galopna háskólana svo hver sem þar gengur inn getur sótt sér háskólanám án þess að vera undir það búinn? Nei.
Er ég að gjaldfella stúdentsprófið? Nei.

Skoðum þetta aðeins nánar.

💡Aðeins 16% nýnema sækja iðnmenntun (og það er met síðustu ára), það er vöntun í 80% fyrirtækja Samtaka iðnaðirins á iðnmenntuðu vinnuafli og iðnaður skapar fjórðungs landsframleiðslunnar.

🔧Skekkj­an milli námsvals og eft­ir­spurn­ar eft­ir vinnu­afli orðin mjög mikið og verður líkelga bara meiri.

🎓Stúdentspróf verður enn og líklega alltaf hin hefðbunda leið til að mennta sig fyrir áframhaldandi nám. Háskólarnir þurfa mögulega sumir að gera meiri kröfur í einstaka greinum en gert er nú, til að minnka brottfall og veita framúrskarandi menntun og þjónustu við nemendur.

⚖️Fjöldi greina í háskólanum hefði þó gott af nemendum með fjölbreyttari bakgrunn, reynslu og þekkingu úr atvinnulífinu. Það ætti að vera hægt að bæta við sig námi ofaná iðn- og tæknimenntun líkt og við sjáum annarsstaðar.

🔬Þetta er ekki gert svo að fleiri fari í háskólanám. Margir sem klára sveinspróf, meistarapróf og stofna síðan mögulega fyrirtæki eiga að mínu mati að hafa val um háskólamenntun kjósi þeir hana síðar á lífsleiðinni.

⚡️Fjórða iðnbyltingin mun hafa mikil áhrif á atvinnulífið og þar þarf menntakerfið að fylgja. Fjöldi fólks mun sækja sér endurmenntun. Sveigjanleiki verður lykilatriði.

❗️Þetta snýst um fjölbreytileika og að þora gera breytingar til að svara breytingum tímans. Þetta snýst um að hætta þeirri hugsun að stúdentsprófið sé það eina til að halda öllum leiðum opnum. Þetta snýst um að meta reynslu og þekkingu, sama hvaðan hún kemur.

🇮🇸Ísland á mikið undir því að menntakerfið sé framúrskarandi og menntun og mannauður er grundvallarforsenda góðra lífskjara. Við þurfum að þora að ræða stórar breytingar til að auka tækifærin.