ÁSLAUG ARNA SIGURBJÖRNSDÓTTIR

Fréttablaðið: Í villtum dansi

Ég birti á samfélagsmiðlum myndband af mér dansa í ferð minni til Malaví á vegum utanríkismálanefndar þingsins.

Við heimsóttum Mtsiriza og Mtandire sem eru samfélög rétt utan Lilongwe. 🇲🇼 👭

Þar fer fram mikilvægt verkefni á vegum Actionaid og Global Fund til að valdefla stelpur og styðja þær til að verða fjárhagslega sjálfstæðar.

Stelpurnar læra jafningjafræðslu til að geta deilt upplýsingum um kynbundið ofbeldi, HIV, bólusetningar ofl. Ásamt því að geta beint þolendum til réttra aðila. Þá er lögð áhersla á fjárhagslegt sjálfstæði og hafa þarna margar sett á fót business við að selja heimagerðan mat og handunnar vörur, eins og dömubindi, dyramottur ofl. sem hefur leitt af sér að þær hafa getað snúið aftur í skóla.📚

Ferðasöguna má sjá á instagram @aslaugarna undir „highlights“

Allt hverfið brast í dans í lok heimsóknarinnar og það var ekki annað í boði en að dansa með.

Hér má sjá frétt Fréttablaðsins:

https://www.frettabladid.is/lifid/aslaug-arna-i-villtum-dansi-i-malavi