ÁSLAUG ARNA SIGURBJÖRNSDÓTTIR

Fundaði með stjórnvöldum í Malaví og kynnti mér þróunarsamvinnu

Í frétt á xd.is má lesa um ferð mína í Malaví:

Fundar með stjórnvöldum og kynnir sér þróunarstarf

Fyrsta daginn í Lilongwe í Malaví áttum við fund með heilbrigðisráðherra, Atupele Muluzi, og annan fund með þingmönnum í heilbrigðisnefnd.

Staðan hér er þannig að 60% fjármagns heilbrigðiskerfisins kemur frá öðrum löndum. Hér er mikill árangur í ýmsu en árangurinn á undir högg að sækja vegna fólksfjölgunar, helmingur þjóðarinnar er 18 ára og yngri og 45% barna fæðast móður sem er 18 ára og yngri.

Áskoranirnar eru margar. Menntun er lykilatriði til að snúa þróuninni við, fjárfesting í atriðum sem geta orðið sjálfbær eins og Ísland hefur verið að byggja upp í Mangochi héraði.

Fundurinn með þingmönnunum var einstaklega hreinskiptinn og góður um jafnréttismál, hvernig er að vera kona í Malavískum stjórnmálum, mikilvægi fjárfestinga í menntun þjóðarinnar og að seinka barnsburði og margt fleira.

Ég hef deilt nánum upplýsingum úr ferðinni í instagram story (@aslaugarna) þar undir „highlights“ má finna alla ferðina. Síðan koma fleiri fréttir hér inn næstu daga.

„Það hefur verið magnað að sjá byggðarþróunar verkefni okkar í Mangochi héraði, þar hefur verið unnið frábært starf sem aðstoðar hverfi að gera sig sjálfbær með skólum, fæðingarþjónustum, heilsugæslum og vatnsbrunnum,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis sem var á ferðalagi í Malaví fyrir hönd Alþingis – úr frétt xd.is