Fór í morgun í frábæra heimsókn í Myndlistaskólann í Reykjavík. Áslaug Thorlacius skólastjóri bauð mér og kynnti mér starfsemi skólans og allt það listnám sem fram fer í skólanum fyrir alla aldurshópa.
Listnám er nám sem grunnskólar standa sig ekki í að kenna og kynna fyrir nemendum líkt og iðnnám. Myndlistaskólinn leggur sitt af mörkum með áfanga fyrir skóla í Reykjavík. Þau kenna líka viðbótarnám við stúdentspróf sem metið er til háskólanáms og BA gráðu erlendis en ekki hérlendis.
Við þurfum meiri sveigjanleika í kerfinu okkar, Áslaug skólastjóri fagnar frumvarpi mínu og leyfði mér að taka þátt í keramik kennslustund. Ég bjó til þessa flottu skál! Takk fyrir mig.