ÁSLAUG ARNA SIGURBJÖRNSDÓTTIR

Fundur: Í Vestmannaeyjum um menntamálin

Frá félagi sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum.

Næstkomandi mánudag mun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari Sjálfstæðisflokksins sækja okkur heim í Ásgarð. Mun hún ásamt Helgu Kristínu okkar ræða menntamál og hugsanlega eitthvað fleira. Áslaug hefur sett fram virkilega áhugaverðar hugmyndir í menntamálum, þar sem iðnnám fær hærri sess en áður. Þá hefur Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum vakið eftirtekt fyrir góðan árangur undir stjórn Helgu Kristínar og var meðal annars valinn stofnun ársins 2018 í sínum flokki af SFR stéttarfélagi. Allir eru velkomnir á mánudag. Kaffi, áhugaverð erindi og góður félagsskapur.