ÁSLAUG ARNA SIGURBJÖRNSDÓTTIR

Fundur: Laugardagsmorgunn í Garðabæ

Frá félagi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ:

Laugardaginn 9.feb n.k. snúum við okkur að menntakerfinu og fáum til okkar ritara Sjálfstæðisflokksins, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur.

Áslaug Arna hefur á síðustu misserum talað fyrir því að auka þurfi hlutdeild iðn- og starfsnáms í íslensku menntakerfi. Þannig þurfi að gera því hærra undir höfði sem raunverulegum valkosti í stað háskólanáms. Áslaug hefur einnig lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um háskólana með það að markmiði að auka fjölbreytileika nemenda með annað nám að baki en stúdentspróf, t.a.m. sveinspróf. Með þessu er háskólunum gefið frelsi til að meta inntökuskilyrði hverrar og einnar námslínu og sveinsprófum gefið meira vægi, en í dag eru inntökuskilyrði í grunnnám háskólanna nokkuð bundin við stúdentspróf samkvæmt lögum.

Áslaug Arna er þingmaður Reykvíkinga, ritari Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis.

Fundurinn hefst kl. 11:00, ilmandi bakkelsi og gott kaffi!.

Hlökkum til að sjá ykkur!