ÁSLAUG ARNA SIGURBJÖRNSDÓTTIR

Bólusetningar barna

Í gær ræddi ég bólusetningar barna á þinginu. Sóttvarnalæknir fjallaði nýlega um hvort bólusetningar við hlaupabólu ættu að verða almennar, 1 barn lést á síðasta ári og aðeins 5% barna eru bólusett fyrir hlaupabólu. 👶🏼

Kostnaðurinn yrði að sjálfsögðu einhver en ekki verður aðeins hægt að komast hjá miklum veikindum og mögulegum dauðsföllum heldur er kostnaðarhagkvæmin mikil – ekki síst vegna minni fjarvista foreldra frá vinnu.

Heilbrigðisráðherra hefur tekið undir þetta og sagt að kostnaðarhagkvæmnisúttekt á Íslandi hafi sýnt að búast megi við að bólusetningin yrði hagkvæm hér.

Þá minnti ég þingið á mikilvægi þingsályktunar sem Hildur Sverrisdóttir er fyrsti flutningsmaður að, um að skipa starfshóps sem leggur til breytingar til að auka hlutfall bólusetninga barna. Ég vona innilega að það verði að veruleika til að tryggja að flestir ljúki öllum nauðsynlegum bólusetningum barna sinna.

Ræðuna má horfa á hér: https://www.althingi.is/altext/upptokur/raeda/?raeda=rad20190219T133357&fbclid=IwAR1Wn8ct2YO4GCMvud6zLSqFlg-WY3t83FPCpd4gbfwssaWM4W8MrfjwJSs