Í gær vakti ég máls á stöðu sérgreinalækna og sjúkraþjálfara í fyrirspurn til heilbrigðisráðherra. Ég spurði um stöðu samninga ríkisins en samningur á milli ríkisins og sérgreinalækna rann út í lok síðasta árs.
Mikilvægi þeirra fyrir heilbrigðiskerfið er vonandi öllum ljóst. Árið 2017 voru komur til sérgreinalækna skv. ársskýrslu Sjúkratrygginga Íslands 477.977. Það liggur í augum uppi að sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir eru ekki í neinu færum til að taka þetta verkefni yfir, þetta þarf allt að vinna saman afþví að það eru hagsmunir fólksins, hagsmunir hinna sjúkratryggðu sem eru undir.
Það eru þeirra hagsmunir sem verða að vera í forgangi og það er þess vegna sem blandað rekstrarform er heilbrigðiskerfinu afar mikilvægt. Með því fylgir að auki nýsköpun, hraðari framfarir og auðvitað sá mikli kostur að ungir læknar sjái einnig hag sinn til að koma heim – í fjölbreytt vinnuumhverfi þar sem þau eiga tækifæri á að vinna á mismunandi stöðum til frambúðar.
Varðandi sjúkraþjálfarana þá er auðvitað mikilvægt að allar hagræðingar séu vel ígrundaðar. Endurhæfing eins ogstörf sjúkraþjálfara er gríðarlega mikilvæg og það eru fjölmargir sem nýta sér þá þjónustu. 50.000 manns árið 2017 til að mynda. Ef við gætum þess ekki að við þessa aðila sé samið á skynsaman hátt þá getur það komið niður á kerfinu okkar svo víða annarsstaðar.
Við hljótum öll að vera sammála því að það er ótækt að ekki sé samið við þessar stéttir.
Sjá ræðu hér: https://www.facebook.com/aslaugarna/videos/554451385037430/?__tn__=kC-R&eid=ARA5ued-ZgXO0EJKL_MUE0MAxIKriSs7Qdk7qqx_za2OIIsYTuTMRZ-1sF978pwRHX6I_WkJ6np_YlL-&hc_ref=ARRyoJv2f24XIkumdWuWzi-aFBzLqTpWTYrEpCXuTbAUmsLRgYV_q65w28gDnPVHzqo&fref=nf&__xts__[0]=68.ARBLdhTqqGdIBD2Uritf2RqpDN50aAlBu0DY6SFHlQsEXX7oWaG0ya1F9JKdnoVPbOaVIFoJKIKlAZpFr207fv18lgdJMmU-xgof7dz216EFupy7sCWPths6u8G-23cuml4dum0AKTnIttTr5v9b6A2eIKKF3qgK6JRqvf920ujrzczkDLJhVxDq7DfMgi8aFCcxmjpLv3SPUpL4gB_pXVL_p5T6qv5zzLY0oXytSxArSF_41hyjvRd2xc0Tzum8p6clssgM3fyKgRBFgXgN2zi8z3cIdNZ49ZiYM3zeP7VUf47g9MwqLrD-FuZzU2XNfJ7TQTarB-EsJm5aRxhzElguZg