ÁSLAUG ARNA SIGURBJÖRNSDÓTTIR

Ég lagði fram þingsályktun um breytta framsetningu launaseðla

Ég er að leggja fram þingsályktun sem snýst um að ríkið og stofnanir þess gangi fram með góðu fordæmi og birti skiptingu tekjuskatts ríkis og sveitarfélaga á launaseðli fólks. Einnig er lagt til að greiðsla tryggingagjaldsins verði sjáanleg á launaseðlum opinberra starfsmanna.

Markmiðið er að auka gagnsæi skattheimtu og almenna þekkingu um það hvernig skatti er skipt og á launatengdum gjöldum.

Allt launafólk sem hefur tekjur undir um 745 þús. kr. á mánuði greiðir hærri upphæð af launum sínum í útsvar til sveitafélaga en það greiðir í tekjuskatt.

Einstaklingur með 500 þús. kr. í mánaðarlaun greiðir um 49.300 kr. í tekjuskatt að frádregnum persónuafslætti en tæpar 67.900 kr. í útsvar.

Fyrst og fremst snýst þetta um gagnsæi og að auka þekkingu, flest sveitarfélög eru að sinna hlutverki sínu vel og eru til að mynda að lækka gjöld á fólk eins og fasteignagjöld (líkt og Rangárþing eystra kynnti í gær). Gagnsæi og þekking á sköttum og útsvari ætti að vera öllum fagnaðarefni. Markmiðið okkar allra á að vera að létta byrðum af fólki.

Auðvitað eru svo sveitarfélög, eins og til að mynda Reykjavíkurborg sem halda öllu í einhverskonar hámarki og virðast ekki skeyta um hve mikilvægt það er að auka lífskjör fólks með lægri sköttum og gjöldum og betri húsnæðismarkaði.

Sjá forsíðu á Fréttablaðinu:https://www.frettabladid.is/frettir/aslaug-vill-a-sveitarfeloegin-hugi-lika-a-skattalaekkunum?fbclid=IwAR0K4Zg06l3W-D9y07WI7M6gy1frm0ezx4nkeOAQdUyTrwbv8jaMwmPDXvo