Átti gott spjall í morgunsárið um þingsályktunina um breytta framsetningu launaseðla til að stuðla að gagnsæi við skattheimtu.
Að auka þekkingu á skattgreiðslum ætti bara að vera af hinu góða. Í viðtalinu kem ég einnig inná málið sem ég er að mæla fyrir í dag, um að afnema stimpilgjald á húsnæðiskaupum. Það er mál sem skiptir miklu máli fyrir fólk, enda úreltur skattur sem leggst aukalega á alla við húsnæðiskaup. Það er eitt af þeim fjölmörgu málum sem léttir byrðum af fólki og það er þannig sem við verðum að hugsa á hverjum degi.
http://www.visir.is/k/0ba901b1-adc1-4147-b0fb-49ee6c6b089f-1551426515016?fbclid=IwAR1SA0bbiUvyyY54JHoC6vNby0ChSHuRuXDagv2HiXp4DFgNJZh3S8LlmVc