ÁSLAUG ARNA SIGURBJÖRNSDÓTTIR

Ráðstefna um öryggis og varnarmál Evrópuríkja

Sameiginleg ráðstefna um öryggis- og varnarmál Evrópuríkja fór fram hér í Búkarest í Rúmeníu síðustu tvo daga. Víða var farið í umræðu um áskoranir í varnar- og öryggismálum í dag og til framtíðar ásamt því hvert ESB er að stefna í þeim efnum.

Á fundinum var ekki ein kona í pallborðsumræðum og ég var sú fyrsta sem tók til máls – og það á seinni degi þingsins sem vill til að sé einnig alþjóðlegi kvennadagurinn. Ég gat því ekki annað en komið fram þeirri vinsamlegu ábendingu að þetta væri varla ásættanlegt. Jafnréttismál er rauður þráður í allri utanríkisstefnu Íslands og mikilvægt að við minnum á mikilvægi þess að konur komi líka að umræðu um öryggis- og varnarmál. Ég fékk í það minnsta lófatak vegna þessa hér í Búkarest, vonandi lofar það góðu fyrir næstu fundi.

Á myndunum má sjá hópmynd og einnig hópmynd af þeim konum sem hér taka þátt sem þingmenn Evrópuríkja. Áhugaverður munur á myndunum.

#RO2019EU #InternationalWomensday