Stjórnmálaumræða nútímans

Stjórn­má­laum­ræða þró­ast í takt við tím­ann líkt og allt annað. Áður fyrr fór hún að mestu fram á fundum og á síðum blaðanna, í mörg­um til­vik­um blaða sem voru í eigu stjórn­mála­flokka. Þeir sem ým­ist sóttu fundi eða lásu blöðin gátu slegið sér upp á því að að vera með putt­ann á púls­in­um um það sem var ger­ast í sam­fé­lag­inu – í það minnsta á vett­vangi stjórn­mál­anna.

Allt er þetta breyt­ing­um háð eins og annað. Það þarf varla að út­skýra í löngu máli hvernig stjórnmálaum­ræða nú­tím­ans fer fram á sam­fé­lags­miðlum og í ógrynni fjöl­miðla að viðbætt­um fundum. Bein og milliliðalaus sam­skipti kjör­inna full­trúa og kjós­enda fara fram með ýms­um hætti. Sú hring­ferð sem þing­flokk­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins stend­ur nú fyr­ir sýn­ir vel hversu mik­il­vægt það er fyr­ir þing­menn og kjós­end­ur að eiga opið sam­tal. Hin góða mæt­ing sem verið hef­ur á þá fjöl­mörgu fundi sem þing­flokk­ur­inn hef­ur staðið fyr­ir sýn­ir líka hversu mik­inn áhuga fólk hef­ur á að ræða við kjörna full­trúa. Við þetta má bæta að fjöl­mörg fé­lög inn­an Sjálf­stæðis­flokks­ins standa fyr­ir reglu­leg­um fundum um ýmis mál­efni.

Stund­um er því haldið fram af þeim sem eldri eru að unga fólkið hafi ekki skiln­ing á því sem er að ger­ast í þjóðfé­lag­inu og kunni ekki að bregðast við því sem á bját­ar. Ég læt vera að svara hér því yfirlæti sem felst í því að telja yngra fólk ekk­ert skilja og ekk­ert vita þegar kem­ur að stjórn­mál­um. Mér finnst betra að láta verk­in tala. Þau verk eru ekki ein­ung­is unn­in í húsa­kynn­um Alþing­is, held­ur fara þau fram á fund­um víða um land, í bein­um sam­töl­um við kjós­end­ur og síðast en ekki síst á sam­fé­lags­miðlum.

Nú kann ein­hver að hrista haus­inn yfir því og hugsa um leið hvað þessi stelpa sé að tala um. Staðreyndin er þó sú að meðal­mæt­ing á hefðbundinn fund stjórn­mála­flokks er á bil­inu 20-50 manns, þótt finna megi dæmi um betri mætingu í ein­hverj­um til­vik­um. Þessi grein, líkt og aðrar sem ég skrifa hér um hin ýmsu mál­efni stjórnmál­anna, birt­ist hins veg­ar í Morg­un­blaðinu þar sem þúsund­ir munu lesa hana. Í kjöl­farið mun hún birt­ast á vefsíðu Sjálf­stæðis­flokks­ins, Facebook-síðu minni og öðrum sam­fé­lags­miðlum þar sem enn fleiri lesa um hana. Ein­hverj­ir munu skrifa at­huga­semd­ir við hana, ým­ist já­kvæðar eða nei­kvæðar, og mér gefst kost­ur á að svara þeim athuga­semd­um eft­ir til­vik­um.

Stjórn­má­laum­ræðan er fjöl­breytt­ari en hún var áður og vett­vang­ur­inn til að koma sjón­ar­miðum sín­um á fram­færi er breiðari. Það þýðir ekki að umræðan sé verri, þvert á móti. Sú opna umræða sem á sér stað bæði á fund­um og á sam­fé­lags­miðlum er allt í senn til þess fall­in að gefa stjórn­mála­mönn­um tæki­færi til að hafa áhrif, koma skila­boðum sín­um og stefnu­mál­um á fram­færi, taka við skila­boðum og ábend­ing­um frá kjós­end­um um það sem bet­ur má fara, bregðast við þeim at­huga­semd­um og síðast en ekki síst auka skiln­ing stjórn­mála­manna á viðhorf­um og dag­legu lífi þess fólks sem þeir starfa fyr­ir.

Greinin „Stjórnmálaumræða nútímans" birtist í Morgunblaðinu 12.mars 2019.