ÁSLAUG ARNA SIGURBJÖRNSDÓTTIR

Áslaug og Óli Björn: 11. þáttur – sjávarútvegur

Við Óli Björn höfum nú gefið út ellefu þætti sem alla er hægt að nálgast hvenær sem er. Nýjasti þátturinn er um sjávarútveg.

Íslendingum hefur tekist það sem fáum þjóðum hefur tekist: Gert sjávarútveg að arðbærri atvinnugrein, sem nýtir auðlindir með sjálfbærum hætti. Á sama tíma er hún samkeppnishæf og við skattleggjum atvinnugreinina sérstaklega. Meira um það á hlaðvarpsforritum, Spotify og á http://aslaugogolibjorn.libsyn.com/