Í gær ræddi ég nauðsyn þess að semja við einkaaðila vegna liðskiptiaðgerða í Reykjavík síðdegis. Það er alveg ljóst ef við ætlum að setja hagsmuni sjúklinga í forgang.
Að senda sjúkling til Svíþjóðar í aðgerð er nær tvöfalt dýrara fyrir utan allt það rask sem fylgir ferðalaginu. Þannig erum við bæði að greiða þjónustu sem er dýrari fyrir ríkið og verri fyrir sjúklinginn. Það getur ekki verið markmið að bjóða upp á lélega þjónustu í nafni þess að ríkið eigi eitt að veita heilbrigðisþjónustu.
Við verðum að stíga uppúr þeim skotgröfum sem verða vegna einkarekstrar í heilbrigðiskerfinu, því það bitnar helst á sjúklingum sem bíða á löngum biðlistum þrátt fyrir að möguleiki sé að fara í aðgerð á öðrum sjúkrastofum. Það er alveg ljóst að markmiðið á að vera að bjóða upp á góða þjónustu óháð efnahag en um leið hagkvæma þjónustu. Það gerum við með því að nýta öll tækifærin, þá á meðal tækifærin sem felast í sérfræðilæknum um allt land.
https://www.visir.is/k/3bb82eb1-e9ec-4647-9201-96303e2137d3-1555346521727?fbclid=IwAR2YLn04mN5QdXSXWvuRAuUKcP4oCZs-HdCP_3s-l8P8EgjnR74kLguF3LM