ÁSLAUG ARNA SIGURBJÖRNSDÓTTIR

Reykjavík síðdegis: Vegna liðskiptiaðgerða

Í gær ræddi ég nauðsyn þess að semja við einkaaðila vegna liðskiptiaðgerða í Reykjavík síðdegis. Það er alveg ljóst ef við ætlum að setja hagsmuni sjúklinga í forgang.

Að senda sjúk­ling til Svíþjóðar í aðgerð er nær tvö­falt dýr­ara fyr­ir utan allt það rask sem fylg­ir ferðalag­inu. Þannig erum við bæði að greiða þjón­ust­u sem er dýr­ari fyr­ir ríkið og verri fyr­ir sjúk­ling­inn. Það get­ur ekki verið mark­mið að bjóða upp á lé­lega þjónustu í nafni þess að ríkið eigi eitt að veita heil­brigðisþjón­ustu.

Við verðum að stíga uppúr þeim skotgröfum sem verða vegna einkarekstrar í heilbrigðiskerfinu, því það bitnar helst á sjúklingum sem bíða á löngum biðlistum þrátt fyrir að möguleiki sé að fara í aðgerð á öðrum sjúkrastofum. Það er alveg ljóst að mark­miðið á að vera að bjóða upp á góða þjónustu óháð efnahag en um leið hag­kvæma þjón­ustu. Það gerum við með því að nýta öll tækifærin, þá á meðal tækifærin sem felast í sérfræðilæknum um allt land.

https://www.visir.is/k/3bb82eb1-e9ec-4647-9201-96303e2137d3-1555346521727?fbclid=IwAR2YLn04mN5QdXSXWvuRAuUKcP4oCZs-HdCP_3s-l8P8EgjnR74kLguF3LM