ÁSLAUG ARNA SIGURBJÖRNSDÓTTIR

Ráðstefna Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands: Hvert stefnir Ísland?

Ég flutti erindi á ráðstefnu Alþjóðastofnunar Háskóla Íslands um hvert Ísland sé að stefna í utanríkismálum og á hverja við eigum að treysta þegar á reynir. Lokaorðin mín voru þessi:

„Að því sögðu tel ég að við getum ekki farið með fyrirfram mótaðar skoðanir inn á vettvang alþjóðasamstarfs, heldur byggjum við upp þekkingu og metum hverju sinni hvaða skref við teljum best að stíga með tilliti til hagsmuna landsins. Við eigum marga vini, fáa óvini en mikla hagsmuni. Það mun koma fyrir að við sköpum núning þegar við verjum hagsmuni okkar, en þannig virka einfaldlega alþjóðastjórnmálin og við eigum að vera óhrædd við að stíga þar inn.”