ÁSLAUG ARNA SIGURBJÖRNSDÓTTIR

Morgunblaðið: Upplýsing hefur áhrif

Ég ræddi í dag á þinginu um skoðanakönnun Fréttablaðsins. Það sem mér fannst gott að sjá þar var sú staðfesting að upplýsing hefur mikil áhrif, jákvæðum gagnvart málinu fjölgar verulega eftir því sem fólk kynnir sér málið betur. Það kannski kemur manni ekkert sérstaklega á óvart, en það sannar þó hið margkveðna að upplýsingar, réttar upplýsingar, skipta máli.

Það er kannski helst áskorun nýrra tíma fyrir okkur öll að geta greint hismið frá kjarnanum, geta greint á milli falsfrétta og staðreynda, hvaðan upplýsingarnar koma og þar fram eftir götunum. En núna er það áskorun okkar að upplýsa, því það er að minnsta kosti staðreynd – að upplýsingar og þekking skiptir máli, það vitum við.

Nánar:

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/05/07/mikid_fjarhagslegt_bakland_andstaedinga/?fbclid=IwAR0PtYpDwuWQMC9vNnimCjasCYcTMnyGl8OmM84VfkY2fvsB3fjkWMDaLrA