Hér má lesa annan part úr viðtalinu mínu í Þjóðmálum.
Áslaug Arna: Tímarnir breytast og stjórnmálin þurfa að taka mið af því
„Það getur aldrei verið markmið stjórnmálamanna, eða stjórnmálaflokka, að ætla sér að þóknast öllum og ná til allra. Við höfum séð þannig flokka, sem enda yfirleitt á því að ná ekki til neinna og gera ekki neitt. Sjálfstæðisstefnan á víða sterkan hljómgrunn en þó svo að 20 ára gömul slagorð séu enn í fullu gildi þarf að átta sig á því að sama efni þarf að nálgast öðruvísi í dag. Grunngildin eru alltaf þau sömu; frjáls viðskipti, minna ríkisvald, lægri skattar, einstaklingsfrelsi, öflugt atvinnulíf og þannig mætti áfram telja. Við viljum búa til gott samfélag þar sem allir hafa skilyrði og tækifæri til að athafna sig og vera sinnar gæfu smiðir. Stefna Sjálfstæðisflokksins er forsenda allra framfara í landinu. Þau skilaboð eiga erindi við alla.“
Áslaug Arna: Tímarnir breytast og stjórnmálin þurfa að taka mið af því