Það var afar ánægjulegt að fá það verkefni í dag að vera fundarstjóri á aðalfundi Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Nefndin hefur frá 1928 aðstoðað þá sem hafa lítið milli handanna með ýmsum hætti, en um 400 heimili fá aðstoð vikulega en auk þess eru fermingar- og sumarnámskeiðsstyrkir sem og jólaúthlutunin er viðamesta verkefni nefndarinnar. Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík er eitt af aðildarfélögum nefndarinnar.
Til sölu er í verslunum núna kerti til styrktar Menntunarsjóði nefndarinnar sem ég hvet ykkur til að kaupa.
Anna H Pétursdóttir var kosin formaður að nýju en hún hefur gengt formennsku síðastliðin fjögur ár með miklum sóma.
Takk fyrir mig!