ÁSLAUG ARNA SIGURBJÖRNSDÓTTIR

„Hvernig var í skólanum í dag?”

„Hvernig var í skólanum í dag?”

Ég fékk tækifæri í gær að hitta Andreas Schleicher yfirmann menntamála hjá OECD sem og að hlýða á fyrirlestur hans í Háskóla Íslands í morgun. Ég hef lagt mikla áherslu á menntamál og frumvarp mitt að auka tækifæri til að sækja sér frekara nám með bakgrunn í iðn- verk og tækninámi hefur fengið afar góðar undirtektir. Andreas var mjög skýr hvað við getum gert betur, hvernig við getum forgangsraðað fjármunum betur í menntakerfinu og hvað skilar sér í betri árangri nemenda. Það var eitt afar skemmtilegt sem hann nefndi og að foreldrar spyrji börnin sín „Hvernig var í skólanum í dag?” hafi meiri áhrif á árangur í skóla heldur en samfélags og fjárhagsstaða foreldra. Andreas gaf mér bókina sína sem er nýkomin út og ég hlakka mikið til að lesa.