ÁSLAUG ARNA SIGURBJÖRNSDÓTTIR

Fundur með Jens Stoltenberg

Tók á móti framkvæmdastjóra NATO, Jens Stoltenberg, á þinginu í gær. Við áttum góðan fund með utanríkismálanefnd og ræddum helstu áskoranir NATO, gildi og stöðu Íslands innan NATO, mikilvægi norðurslóða, framlög aðildarríkjanna til öryggismála, netöryggi og fleira. Þátttaka Íslands í NATO er okkur afar mikilvæg og samtal af þessum toga styrkir samstarfið enn frekar.