ÁSLAUG ARNA SIGURBJÖRNSDÓTTIR

Ánægjuleg stefna fjármálaráðherra

Ég fagna orðum fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins í Fréttablaðinu í dag um að selja Íslandspóst.

„Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vill selja Íslandspóst til einkaaðila við fyrsta tækifæri. Þetta segir hann í viðtali í Fréttablaðinu í dag. Þar segist hann lengi hafa verið þeirrar skoðunar að ekkert sé því til fyrirstöðu að selja fyrirtækið um leið og búið sé að koma lagaumgjörð um starfsemi þess í betra horf og gera gera nauðsynlegar breytingar á rekstri þess.
Þetta sé verið að gera núna, segir Bjarni, en rekstur fyrirtækisins hafi verið það slæmur að undanförnu að ekki hafi verið hægt að hefja undirbúning að sölu þess. Nú séu umbæturnar aftur á móti vel á veg komnar og einkavæðing Íslandspósts því ákjósanleg.“

https://www.ruv.is/frett/bjarni-vill-selja-islandspost-sem-fyrst?fbclid=IwAR0R2zUgDRgK-lJaoJ0IGowdUTkLnOwUxZDpwEhGOakfGVegkJ6W6ataMok