Við hugsum í lausnum

„Íslenskri þjóð hef­ur alltaf tek­ist að fást við erfið verk­efni. Við höf­um gengið í gegn­um það í marg­ar ald­ir. Og mér finnst við kunna ákaf­lega vel að taka þessu sem að hönd­um ber núna.“

Þetta sagði Vig­dís Finn­boga­dótt­ir, fv. for­seti Íslands, sem í vik­unni fagnaði 90 ára af­mæli, þegar hún var spurð hvernig henni fynd­ist þjóðinni ganga að tak­ast á við kór­ónufar­ald­ur­inn.

Taka má und­ir þessi orð. Við höf­um sem þjóð gengið í gegn­um ým­is­legt og tek­ist á við stór og erfið verk­efni. Þeir sem eldri eru muna vel eft­ir nátt­úru­ham­förum, stríðsátök­um, krepp­um, höft­um og öðrum erfiðum aðstæðum. Við vit­um líka af ham­förum, plág­um og erfiðri lífs­bar­áttu frá fyrri öld­um, aðstæðum sem tóku mörg líf og skildu eft­ir mörg sár – en um leið þjóð sem með bar­áttu­anda og hug­rekki held­ur áfram.

For­send­an fyr­ir því að geta staðið upp aft­ur er að trúa því og treysta að við sem þjóð höf­um til þess sam­fé­lags­lega og efna­hags­lega burði að láta lífið halda áfram. Þó svo að okk­ur greini á um ýmis­legt í hinu dag­lega lífi, hvort sem það er póli­tík eða aðrar lífs­skoðanir, þá höf­um við sam­fé­lags­lega burði til að tak­ast á við erfiðleika sam­an og af ein­ingu.

Við höf­um líka, sem bet­ur fer, efna­hags­lega burði til að tak­ast á við flók­in og snú­in verk­efni, jafn­vel mikl­ar ham­far­ir. Grunn­ur­inn að þeim efna­hags­legu burðum er lagður með frjálsu markaðshag­kerfi þar sem ein­stak­lings­fram­lagið fær að blómstra, þar sem við um leið byggj­um upp öfl­ugt vel­ferðar­kerfi og tryggj­um sterka innviði. Íslenska hag­kerfið er ekki stórt en það stend­ur á sterk­um grunni. Sam­hliða erum við með öfl­ugt mennta- og heil­brigðis­kerfi, við stönd­um framar­lega í tækninýj­ung­um og við erum með öfl­ugt at­vinnu­líf. Það sem meira er, við erum sí­fellt að hugsa nýja leiðir til að bæta þau sterku kerfi sem við erum nú þegar með og alla þessa þætti sem hér eru nefnd­ir. Við hugs­um í lausn­um og við erum sí­fellt að sækja fram. Kannski af því að við vit­um að ekk­ert ger­ist af sjálfu sér og í þjóðarsál­inni býr vilji til að gera alltaf bet­ur, gera lífið auðveld­ara og skjólið sterk­ara fyr­ir ut­anaðkom­andi áföll­um.

Á þess­um grunni mun­um við einnig byggja hag­kerfið til lengri tíma. Þannig höf­um við burði til að tak­ast á við verk­efni framtíðar­inn­ar, hvort sem þau eru auðveld eða erfið.

Við vit­um ekki hvað framtíðin ber í skauti sér, en við vit­um þó að rétt eins og við höf­um tek­ist á við erfið verk­efni í fortíð og nútíð – þá mun­um við einnig þurfa að gera það í framtíðinni. Þess vegna skipt­ir máli hvernig sam­fé­lag við byggj­um upp.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 17. apríl 2020.