Við erum til taks

Stundum er ágætt að staldra við og horfa á það sem vel er gert, til dæmis hvernig fámenn þjóð tekst á við stór og vandasöm verkefni. Landhelgisgæslan er ágætt dæmi um það hvernig við Íslendingar tökumst á við stór verkefni. Ísland er ríflega 100 þúsund ferkílómetrar að stærð og efnahagslögsaga okkar er 200 sjómílur. Þetta er gríðarlegt flæmi utan um litla þjóð.

Ég átti þess kost á dögunum að taka þátt í æfingu hjá Landhelgisgæslunni þar sem æfð var björgun á hafi úti. Það er gott að fá tækifæri til að sjá með eigin augum verkefnin, aðstæðurnar, mannskapinn og hvernig sá tækjabúnaður sem Landhelgisgæslan býr yfir reynist. Þar er allt til fyrirmyndar.

Landhelgisgæslan sinnir margvíslegum verkefnum á sjó og landi og er einn þeirra þátta samfélagsins sem við höfum tilhneigingu til að gefa lítinn gaum þar til þörfin kallar. Mikilvægt er að vera vakandi og gleyma ekki mikilvægi slíkra stofnana samfélagsins meðan allt leikur í lyndi. Slík vangá getur reynst dýrkeypt þegar ógn steðjar að.

Bættur skipakostur, stórstígar framfarir í öryggismálum sjómanna, aukin menntun og þjálfun og nákvæmari veðurspár hafa orðið til þess að slysum á sjó hefur fækkað verulega undanfarna áratugi. Það er fagnaðaefni.

Þegar kemur að öryggi landmanna verða þó sífellt til nýjar áskoranir. Aukinn áhugi fólks á ferðalögum um fjöll og firnindi okkar fallega lands kalla á aukinn viðbúnað og aukna viðbragðsgetu. Vöxtur í ferðaþjónustu jók álag á margs konar innviði og þó hlé sé á því í bili má búast við að ferðamönnum fjölgi á ný með tilheyrandi álagi á viðbragðsaðila. Illviðri síðasta vetrar, snjóflóð og jarðhræringar minna okkur á að íslensk náttúra býr ekki aðeins yfir magnþrunginni fegurð heldur eru hún einnig óblíð og óútreiknanleg. Við slíkar aðstæður er mikilvægt að eiga öfluga Landhelgisgæslu með góð tæki og þrautþjálfað fólk.

Hlutverk Landhelgisgæslunnar er víðtækt. Þar má nefna öryggis- og löggæslu og eftirlit á hafinu, leit og björgun, sjúkraflutninga, sprengjueyðingu, sjómælingar og sjókortagerð, aðstoð við löggæslu, aðstoð við almannavarnir, samskipti við erlendar strandgæslur og svo má lengi telja.

Landhelgisgæslan nýtur verðskuldaðs trausts almennings samkvæmt könnunum undanfarin ár. Kjörorð hennar „Við erum til taks“ er vel viðeigandi og nær utan um það sem skiptir mestu í starfseminni; að viðhalda þjálfuðum mannskap og tækjum til að geta brugðist hratt við þegar þörfin kallar. Við sem förum með málefni Landhelgisgæslunnar gerum okkur grein fyrir mikilvægi hennar og viljum svo sannarlega vera til taks fyrir hana hér eftir sem hingað til.

Styrkja framboðið

Það er hægt að styrkja framboðið með því að leggja inn á reikning þess.


Þeir sem styrkja framboðið fá í staðinn gjöf með merki framboðsins á meðan birgðir endast.  Um er að ræða derhúfur, stílabækur, penna og skyndihjálpartösku.

Hægt er að styrkja framboði beint með því leggja inná bankareikning framboðsins:  

Kennitala: 620616-0870

Reikningsnúmer: 0133-26-011882

Frambjóðandi má ekki taka við hærri styrkjum frá einstaka fyrirtæki eða lögaðila en sem nemur 400.000 kr. á ári. Birta ber nöfn allra fyrirtækja/lögaðila sem styrkja kosningabaráttu frambjóðandans.

Frambjóðandi má ekki taka við hærri styrkjum frá einstaklingum en sem nemur 400.000 kr. á ári. Birta skal nöfn einstaklinga sem veitt hafa styrki sem metnir eru á meira en 300.000 kr. til kosningabaráttunnar.