Ábyrgð og aðgerðir

Nú stendur yfir al­þjóð­legt sex­tán daga átak gegn kyn­bundnu of­beldi. Gær­dagurinn markaði upp­haf á­taksins sem ætlað er að hvetja til um­ræðu og vitundar­vakningar um að sam­fé­lagið allt standi saman gegn slíku of­beldi og knýi á um af­nám þess. Þetta árið beinist á­takið að á­hrifum heims­far­aldurs CO­VID-19 á kyn­bundið of­beldi.

Vitað er að þær að­gerðir sem gripið hefur verið til víða um heim í þeim til­gangi að ná tökum á far­aldrinum valda fé­lags­legri ein­angrun. Til­kynningum um heimilis­of­beldi hefur fjölgað um þrettán prósent það sem af er ári miðað við sama tíma­bil í fyrra. Mest er fjölgunin vegna brota af hálfu maka eða fyrr­verandi maka. Barna­verndar­til­kynningum hefur fjölgað um rúm­lega fjór­tán prósent á sama tíma­bili og hlut­falls­lega hefur mest fjölgað í til­kynningum um líkam­legt of­beldi gegn börnum. Þetta er hryggi­leg mynd sem við okkur blasir.

Þess vegna er mikil­vægt sem aldrei fyrr að leggja sér­staka á­herslu á for­varnir og við­brögð við of­beldi. Við fé­lags- og barna­mála­ráð­herra settum á fót að­gerða­t­eymi sem hefur skilað til­lögum sem mörgum hefur þegar verið hleypt af stokkunum. Má í þessu sam­hengi nefna opnun nýs Kvenna­at­hvarfs fyrir konur á Akur­eyri, opnun raf­rænnar gáttar 112 og vitundar­vakningu lög­reglunnar til barna um of­beldi. Þá hefur skil­virkni verið aukin í mála­flokknum með auknum raf­rænum sam­skiptum innan kerfisins. Þannig berast upp­lýsingar hratt og örugg­lega milli stofnana sem koma að of­beldis­brotum og sam­hæfa betur að­gerðir gegn þeim.

Á yfir­standandi þingi hef ég mælt fyrir laga­breytingum sem mál­efninu tengjast um um­sátursein­elti og kyn­ferðis­lega frið­helgi sem styrkja vernd brota­þola gegn margs konar of­beldi. Mikil fram­för hefur orðið í með­ferð mála er varða
kyn­ferðis­legt of­beldi á síðustu árum. Verk­efninu er þó hvergi nærri lokið, á­fram þarf að vinna að úr­bótum hjá lög­reglu og á­kæru­valdi og passa að gætt sé að réttindum brota­þola á öllum stigum málsins í réttar­vörslu­kerfinu. Ég mun ekki skorast undan á­byrgð í þeim verk­efnum.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.