Lóan er komin á landsbyggðinni

Ein helsta for­senda þess að fólk geti átt raun­veru­legt val um hvar það býr og starfar er að það sé öfl­ugt at­vinnu­líf sem víðast um land og að horf­ur séu á því að það geti vaxið enn frek­ar. Það er því mik­il­vægt að leggja áherslu á að styðja við frjótt um­hverfi um allt land, þannig að fjöl­breytt­ar at­vinnu­grein­ar geti dafnað og ný­skap­andi hugs­un laðað fram ný tæki­færi. Hug­vitið er ótak­mörkuð auðlind og hag­nýt­ing þess mun styrkja stoðir ís­lensks sam­fé­lags og skapa fleiri verðmæt störf um land allt.

Lóa, ný­sköp­un­ar­sjóður fyr­ir lands­byggðina, ber því nafn með rentu. Fyrsta út­hlut­un úr Lóu í fyrra leysti ákveðna krafta úr læðingi á lands­byggðinni og má því segja að hún hafi komið með sól­skin í dali og blóm­st­ur í tún. Lóu er ætlað að styðja við ný­sköp­un á for­send­um svæðanna sjálfra, auka sam­keppn­is­hæfni inn­an þeirra, mögu­leika á nýj­um og spenn­andi störf­um. Allt fer þetta sam­an við stuðning og fjár­fest­ing­ar einkaaðila.

Verk­efn­in sem hlutu stuðning Lóu voru t.a.m. að leit­ast við að efla hefðbundn­ar at­vinnu­grein­ar með auk­inni verðmæta­sköp­un, efla nýt­ingu hrá­efna, auka tækni, draga úr los­un, auka afþrey­ing­ar­mögu­leika, byggja upp teng­ing­ar við alþjóðleg verk­efni, fyr­ir­byggja sjúk­dóma og efla nærum­hverfi sitt með stuðningi við frum­kvöðla og ný­sköp­un með sam­starfs­vett­vangi.

Með ný­sköp­un­ar­styrk Lóu stuðlum við að frjórri jarðvegi fyr­ir nýj­ar hug­mynd­ir og ný­sköp­un á lands­byggðinni. Lóa efl­ir at­vinnu­líf og verðmæta­sköp­un sem bygg­ist á hug­viti, þekk­ingu og nýrri færni á for­send­um svæðanna sjálfra. Styrk­irn­ir veita auk­inn slag­kraft inn í ný­sköp­un­ar­verk­efni og stuðla að auknu sam­starfi um land allt. Nú hef­ur aft­ur verið opnað fyr­ir um­sókn­ir í Lóu og um­sókn­ar­frest­ur er til og með 11. maí.

Við höf­um á liðnum árum séð fjöl­mörg dæmi um það hvernig hægt er að virkja hug­vitið með öfl­ug­um hætti og þannig að það leggi grunn að betri og bjart­ari von fyr­ir þau sem vilja hafa aukið val um bú­setu. Til viðbót­ar við hefðbund­in störf í sjáv­ar­út­vegi, land­búnaði, í ferðaþjón­ustu, versl­un og þjón­ustu verða til störf sem eng­an óraði fyr­ir að yrðu til en skap­ast þar sem for­send­ur eru fyr­ir hendi. Sú veg­ferð er haf­in og henni er hvergi nærri lokið.

Ég hef fengið að kynn­ast nokkr­um verk­efn­um og kraft­in­um sem býr á lands­byggðinni, nú síðast í þess­ari viku þar sem þing­flokk­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins ferðast um landið til að hitta fram­bjóðend­ur og kjós­end­ur – og heim­sækja fyr­ir­tæki af öll­um stærðum og gerðum. Út um allt land sér fólk tæki­færi til að efla at­vinnu­líf og menn­ingu, styrkja bú­setu og móta sér framtíð. Það er því mik­il­vægt að fjár­fest­ar og aðrir aðilar sjái sér hag í því að styðja við þá upp­bygg­ingu og þá miklu mögu­leika sem þar eru fyr­ir hendi.

Pistillinn „Lóan er komin á landsbyggðinni” birtist í Morgunblaðinu 3. maí 2022.