Það er hægt að gera mikið betur

Reykja­vík er að mörgu leyti frá­bær borg að búa í. Hún er auðvitað stór á ís­lensk­an mæli­kv­arða, en nógu lít­il til að taka vel utan um okk­ar og gera okk­ur kleift að kom­ast fljótt á milli staða. Hér er öfl­ugt menn­ing­ar­líf og góðir veit­ingastaðir sem hvort tveggja kall­ar fram hug­hrif­in af er­lend­um stór­borg­um – en hér er líka stutt í nátt­úru og úti­vist. Við höf­um aðgang að nær allri þeirri þjón­ustu sem við þurf­um og get­um hæg­lega notið þess besta sem hag­sæld­in sem við búum við býður upp á. Það eru mik­il for­rétt­indi.

Af þess­um ástæðum, og fleiri til, hef­ur Reykja­vík alla burði til að vera í for­ystu­hlut­verki, sem hún er því miður ekki í eins og sak­ir standa. Borg­in ætti að njóta þeirr­ar stærðar­hag­kvæmni sem önn­ur sveit­ar­fé­lög hafa ekki tök á að nýta, fjár­hag­ur henn­ar ætti að vera sterk­ur og stjórn­sýsl­an ætti að vera öfl­ug og skil­virk.

Til að vera í for­ystu­hlut­verki þarf að efla þátt­töku al­menn­ings, fjölga val­kost­um, lækka álög­ur og ein­falda stjórn­sýsl­una. Íbúa­lýðræði felst ekki í því að leyfa íbú­um að kjósa um lag­fær­ing­ar á annaðhvort leik­völl­um eða göngu­stíg­um fyr­ir fjár­muni sem eru aðeins brot af rekstri borg­ar­inn­ar, held­ur um al­vöru val­kosti í mik­il­væg­um mála­flokk­um sem skipta máli í lífi fólks, sem og í leik- og grunn­skóla­mál­um, í heimaþjón­ustu fyr­ir aldraða, þjón­ustu fyr­ir fatlaða og þannig mætti áfram telja. Reykja­vík hef­ur allt til þess að bera til að vera með framúrsk­ar­andi skóla, góða þjón­ustu og gott skipu­lag um borg­ina.

Til að vera í for­ystu­hlut­verki þurfa kjörn­ir full­trú­ar borg­ar­búa að finna al­vöru lausn­ir á sam­göngu­mál­um, lausn­ir sem miða að því að ein­falda sam­göng­ur og gera þær skil­virk­ari og fjöl­breytt­ari – í stað þess að ætla að kenna fólki lex­íu um það hvernig lífs­stíl það eigi að velja sér.

Til að vera í for­ystu­hlut­verki þurfa kjörn­ir full­trú­ar að finna leiðir til að auðvelda fólki að hefja fyr­ir­tækja­rekst­ur, vinna með fyr­ir­tækj­um sem starfa nú þegar í borg­inni og meta mik­il­vægt fram­lag þeirra til sam­fé­lags­ins. Að sama skapi þurfa borg­ar­full­trú­ar að bera virðingu fyr­ir því fjár­magni sem fólk og fyr­ir­tæki færa þeim til ráðstöf­un­ar með dugnaði sín­um og elju­semi um hver mánaðamót.

Til að vera í for­ystu­hlut­verki þarf Reykja­vík fólk sem sér borg­ina fyr­ir sér í því hlut­verki, fólk sem vill sjá borg­ina og íbúa henn­ar skara fram úr og fólk sem tek­ur hlut­verk sitt al­var­lega þegar kem­ur að því að gera líf íbúa ein­fald­ara og betra. Það er hægt að gera svo mikið bet­ur í þeim mál­um en gert hef­ur verið.

Til að þetta verði að veru­leika þarf að skipta um meiri­hluta í borg­inni og kjósa til for­ystu fólk sem deil­ir þeirri sýn að borg­in geti verði í for­ystu­hlut­verki. Það gera þau sem leiða lista Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík.

Pistillinn „Það er hægt að gera mikið betur” birtist í Morgunblaðinu 12. maí 2022.