Sókn í þágu háskóla og samfélags

Tölu­verð umræða hef­ur átt sér stað um stöðu ís­lenskra há­skóla. Þeir sem hafa tekið þátt í þeirri umræðu virðast – sem bet­ur fer – sam­mála um að við get­um gert bet­ur og að ís­lensk­ir skól­ar eigi að vera í fremstu röð. Í kjöl­far efna­hags­hruns voru fjár­veit­ing­ar til há­skóla skorn­ar niður og vís­bend­ing­ar eru um að þró­un­in sé far­in að bitna á gæðum náms. Við það verður ekki unað enda eru alþjóðlega sam­keppn­is­hæf­ir há­skól­ar lyk­il­inn að aukn­um hag­vexti og bætt­um lífs­kjör­um. Af þeirri ástæðu boðar fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar nýja sókn fyr­ir há­skóla­stigið. Hún fel­ur í sér sex millj­arða króna aukn­ingu til há­skóla­stigs­ins til næstu sex ára. Strax á næsta ári er aukn­ing­in um þrír og hálf­ur millj­arður króna.

Í þessu sam­hengi þarf líka að huga að mark­miðinu. Við vilj­um efla há­skól­ana af því að við ætl­um að auka verðmæta­sköp­un og fjölga tæki­fær­um. Öflugt at­vinnu­líf kall­ar á fleiri há­skóla­menntaða ein­stak­linga með fjöl­breytta mennt­un. Það vant­ar t.d. um níu þúsund sér­fræðinga hér á landi á næstu árum, bara í hug­verkaiðnaði, ef áætlan­ir fyr­ir­tækj­anna eiga að ganga eft­ir. Auk þess er fjölg­un há­skóla­nema for­senda þess að við get­um mannað vel­ferðarþjón­ust­una með þeim hætti að sómi sé að, enda kall­ar heil­brigðis­kerfið nú þegar eft­ir fleira há­skóla­menntuðu fólki.

Það er mik­il­vægt að aukn­ar fjár­veit­ing­ar fari í að auka gæði há­skóla­náms og rann­sókna og til nýrra verk­efna en ekki í óbreytta starf­semi. Nýtt reiknilík­an há­skóla mun í aukn­um mæli leggja áherslu á gæði há­skóla­náms. Líkan­inu er ætlað að auka gagn­sæi, efla rann­sókn­ir og bæta fjár­mögn­un náms frá nú­ver­andi líkani.

Sum­ir vilja halda því fram að há­skól­ar eigi ekki að elt­ast við þarf­ir at­vinnu­lífs­ins og að mik­il­vægt sé að huga áfram vel að fé­lags­vís­inda­grein­um. Eitt þarf þó ekki að úti­loka annað. Það gef­ur auga­leið að há­skól­ar geta ekki ein­göngu út­skrifað fólk til starfa hjá hinu op­in­bera og auðvitað ekki held­ur bara fólk sem mun starfa hjá einkaaðilum. Það er mis­skiln­ing­ur að halda að þetta snú­ist um að velja annað hvort. Ég hef lagt áherslu á að skól­arn­ir hafi burði til að bjóða upp á fjöl­breytt nám sem mun ýta und­ir frek­ari vöxt og auk­in lífs­gæði hér á landi.

Ég trúi því að lyk­ill­inn að bætt­um lífs­gæðum og aukn­um tæki­fær­um sé að hug­vitið, hin ótak­markaða auðlind, verði stærsta út­flutn­ings­grein þjóðar­inn­ar. Í því felst að við get­um vaxið út úr sveiflu­kenndu efna­hags­ástandi. For­senda slíks vaxt­ar eru breytt­ar og nýj­ar áhersl­ur í mennta­kerf­inu. Með þeim kröft­um get­um við skapað ný störf og ný tæki­færi – aukið vöxt og verðmæta­sköp­un ís­lensks at­vinnu­lífs og bætt lífs­gæði þjóðar­inn­ar til lengri tíma.

Pistillinn „Sókn í þágu háskóla og samfélags” birtist í Morgunblaðinu 19. apríl 2023.