Ferð á Austurland

Fór í frábæra dagsferð á Austurlandið að hitta sjálfstæðismenn. Byrjaði að hitta Önnu og Þór á Egilsstöðum, þaðan lá leiðin á Reyðarfjörð þar sem ég fékk kynningu á uppbyggingu Austurlands fyrir ferðamenn og millilandaflug beint frá Bretlandi sem hefst í sumar hjá Maríu hjá Austurbrún. Þaðan á Eskifjörð og skoðaði uppbygginguna þar, bæði glænýtt hótel hjá Sævari og Árna og svo æðislegu ferðaþjónustuna á Mjóeyri hjá Berglindi og Sævari, þar sem ég væri sannarlega til í að vera og njóta við tækifæri. Hitti einnig Pál Björgvin bæjarstjóra í Fjarðarbyggð og kíkti í Randulffssjóhús. En dagurinn varð bestur undir lokin þar sem hátt í 30 ungliðar mættu á fund hjá mér á Neskaupsstað, þar var pólitíkin rædd sundur og saman og framtíðin og allskonar. Ótrúlega gaman að spjalla við allt þetta flotta fólk. Þa má ekki gleyma veglegri keyrslu, boði og skipulagningu á deginum hjá Magna og Dýrunni. Takk fyrir mig.

Styrkja framboðið

Það er hægt að styrkja framboðið með því að leggja inn á reikning þess.


Þeir sem styrkja framboðið fá í staðinn gjöf með merki framboðsins á meðan birgðir endast.

Hægt er að styrkja framboði beint með því leggja inná bankareikning framboðsins:  

Kennitala: 620616-0870

Reikningsnúmer: 0133-26-011882

Frambjóðandi má ekki taka við hærri styrkjum frá einstaka fyrirtæki eða lögaðila en sem nemur 400.000 kr. á ári. Birta ber nöfn allra fyrirtækja/lögaðila sem styrkja kosningabaráttu frambjóðandans.

Frambjóðandi má ekki taka við hærri styrkjum frá einstaklingum en sem nemur 400.000 kr. á ári. Birta skal nöfn einstaklinga sem veitt hafa styrki sem metnir eru á meira en 300.000 kr. til kosningabaráttunnar.