Öryggi og þjónusta við almenning

Lögregluráð hefur nú tekið til starfa. Í ráðinu eiga sæti allir lögreglustjórar landsins auk ríkislögreglustjóra sem verður formaður þess. Tilgangur ráðsins er að auka samvinnu lögregluembættanna, gera störf lögreglunnar skilvirkari, draga úr tvíverknaði og nýta betur þá fjármuni sem lögreglan fær á fjárlögum hverju sinni. Nýr ríkislögreglustjóri mun leiða þessa vinnu í samráði við aðra lögreglustjóra í landinu.

Þegar ég tók við embætti dómsmálaráðherra var hart deilt innan lögreglunnar. Ég efndi þá til funda með öllum hagsmunaaðilum til að finna leiðir til lausnar. Áhersla mín var sú að það væri ekkert athugavert við heilbrigð skoðanaskipti en nauðsynlegt væri að rökræða málin af yfirvegun og málefnalega. Þá kom í ljós samstaða um ákveðin grunnatriði og þar á meðal um nauðsyn formlegs samráðsvettvangs; lögregluráðsins sem nú hefur tekið til starfa. Með stofnun þess eflist samvinna lögreglustjóra landsins og dregið er úr hættunni á hvers kyns hagsmunaárekstrum. Ætlunin er að embætti ríkislögreglustjóra verði öflugt samræmingar- og þjónustuafl fyrir lögregluna í heild, leiði stefnumörkun og veiti öðrum lögreglustjórum aðstoð og stuðning í lögreglustörfum.

Lögreglan er ein af mikilvægustu stofnunun þjóðfélagsins. Henni ber að tryggja öryggi almennings og halda uppi lögum og reglu í landinu. Þetta er ekki lítið hlutverk. Almenningur á að geta borið mikið traust til lögreglunnar. Þetta traust byggist upp á löngum tíma og hvílir á orðum, athöfnum og allri framgöngu lögreglunnar. Traust er forsenda árangurs í störfum hennar.

Framtíðarsýn mín fyrir lögregluna er sú að hún sé öflug, fagleg, vel tækjum búin og áreiðanleg. Byggja verður upp öflugt og óháð eftirlit með störfum hennar. Lögreglan á að vera fær um að takast á við sífellt flóknari brotastarfsemi og búa yfir nægilegum styrk til að bregðast við nýjum áskorunum. Borgararnir eiga að geta treyst á færni og þekkingu lögreglumanna við fjölbreyttar og erfiðar aðstæður í raunheimum sem og í stafrænum heimi fjölþjóðlegrar brotastarfsemi. Skipulag lögreglunnar á að vera með þeim hætti að það styðji þessi markmið og stuðli að auknu öryggi og þjónustu við almenning.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 13. janúar 2020.

Styrkja framboðið

Það er hægt að styrkja framboðið með því að leggja inn á reikning þess.


Þeir sem styrkja framboðið fá í staðinn gjöf með merki framboðsins á meðan birgðir endast.

Hægt er að styrkja framboði beint með því leggja inná bankareikning framboðsins:  

Kennitala: 620616-0870

Reikningsnúmer: 0133-26-011882

Frambjóðandi má ekki taka við hærri styrkjum frá einstaka fyrirtæki eða lögaðila en sem nemur 400.000 kr. á ári. Birta ber nöfn allra fyrirtækja/lögaðila sem styrkja kosningabaráttu frambjóðandans.

Frambjóðandi má ekki taka við hærri styrkjum frá einstaklingum en sem nemur 400.000 kr. á ári. Birta skal nöfn einstaklinga sem veitt hafa styrki sem metnir eru á meira en 300.000 kr. til kosningabaráttunnar.