ÁSLAUG ARNA SIGURBJÖRNSDÓTTIR

Áherslur

Áslaug Arna um húsnæðismálÉg vil að fólk hafi raunverulegt val í húsnæðismálum http://bit.ly/aashus

Posted by Áslaug Arna on Thursday, 14 July 2016

Setjum húsnæðismál í forgrunn

Þegar kemur að húsnæðismálum er hið opinbera vandamálið, ekki lausnin. Óþarflega flókið og strangt regluverk ýtir undir húsnæðisverð og gerir fólki erfiðara fyrir að koma þaki yfir höfuðið. Eitt brýnasta verkefni stjórnmálamanna er að skapa umhverfi þar sem þeim sem vilja gefst raunhæfur kostur á að eignast sitt eigið húsnæði og þar sem virkur leigumarkaður fær þrifist.

 

Áslaug Arna um byggingareglugerðir og gjaldtökuÞað er eitthvað öfugsnúið við þetta allt. Vissir þú um alla þessa gjaldaliði ríkis og sveitarfélaga?

Posted by Áslaug Arna on Tuesday, 26 July 2016

Tryggjum raunverulegt valfrelsi

Fólk á hafa raunverulegt val um það hvort það leigir eða kaupir sitt eigið húsnæði. Margvísleg afskipti hins opinbera af húsnæðismarkaðinum grafa undan valfrelsi fólks og leggja steina í götu þess. Draga þarf úr íþyngjandi regluverki við byggingu nýrra íbúða og leita leiða til að auðvelda ungu fólki að festa kaup á eigin húsnæði. Lögfesting og áframhald séreignarsparnaðarleiðarinnar er stórt skref í þá átt.

 

SéreignasparnaðurEf við nýtum okkur ekki séreignalífeyrissparnaðinn erum við í rauninni að missa af 2% launahækkun.

Posted by Áslaug Arna on Monday, 15 August 2016

Nauðsynleg fjölbreytni  

Fjölbreytni þrífst best í frjálsu samfélagi þar sem allir hafa jöfn tækifæri til þess að leita hamingjunnar á þann hátt sem hver og einn kýs. Forsenda þess að fólk fái að njóta sín til fulls er að afskipti ríkisins af lífi þess og starfi séu í lágmarki og miðist við að standa vörð um frelsi þess og réttindi.

 

Lækkum skatta áfram

Lækka þarf skatta áfram á fólk og fyrirtæki og einfalda til muna skattkerfið, sem er orðið of flókið. Skattar eiga að vera fáir, lágir, sanngjarnir og einfaldir. Hlutverk þeirra á að vera að afla ríkinu tekna, en ekki að jafna kjör manna. Lágir skattar virkja ekki aðeins frumkvæði og sköpunarmátt borgaranna, heldur er það jafnframt réttlætismál að þeir fái að halda meira eftir af tekjum sínum.

 

Lægri skattarVið þurfum að halda áfram að lækka skatta.

Posted by Áslaug Arna on Sunday, 28 August 2016

Frelsið á að vera meginreglan

Frelsið glatast sjaldan allt í einu, heldur smátt og smátt í mörgum skrefum. Vart líður sá dagur að stjórnlyndir stjórnmálamenn viðra ekki hugmyndir sem miða að því að takmarka það dýrmæta frelsi sem fólk býr við. Gegn frelsisskerðingum  þarf að berjast, sama hversu smávægilegar  þær kunna að virðast. „Litlu frelsismálin“ skipta nefnilega máli – þau eru prinsippmál. Þau snúast um hvort við viljum búa í samfélagi þar sem frelsið er meginreglan eða í samfélagi þar sem ríkið setur reglur um alla mögulega hluti og frelsið er undantekning.

 

FrelsismálinViljum við búa í samfélagi þar sem frelsi er meginreglan eða þar sem frelsi er undantekning?

Posted by Áslaug Arna on Friday, 26 August 2016

Forgangsröðun í ríkisrekstri

Þrátt fyrir að skuldir hins opinbera hafi lækkað verulega á undanförnum árum eru þær enn háar, sem hlutfall landsframleiðslu, í samanburði við nágrannaríki okkar. Stjórnmálamenn verða að sýna kjark og þora að draga úr útgjöldum þar sem það á við. Flatur niðurskurður dugir skammt, heldur þarf að forgangsraða verkefnum og endurskoða frá grunni hlutverk hins opinbera. Með forgangsröðun í rekstri er hægt að draga úr skuldabyrði hins opinbera og um leið tryggja þá þjónustu sem hið opinbera á sannarlega að veita.

 

Grunnþjónusta tryggð

Hið opinbera á að einbeita sér að þeirri grunnþjónustu sem það ætlar að sinna og gera það vel. Forgangsraða þarf í þágu hennar í stað þess að eyða fé í gæluverkefni einstakra stjórnmálamanna. Hið opinbera á fyrst og fremst að tryggja öryggi borgaranna, sjá fyrir þeim sem minna mega sín og tryggja almenningi aðgang að öflugu heilbrigiðis- og menntakerfi. En til þess að það sé mögulegt verða stjórnvöld að forgangsraða í ríkisfjármálum og sýna kjark til þess að draga úr útgjöldum á þeim sviðum sem koma grunnskyldum ríkisins ekki við.

 

Öflugt heilbrigðiskerfi

Við státum okkur af öflugu heilbrigðiskerfi sem hefur eflst umtalsvert á undanförnum áratugum. Ekki er hins vegar um það deilt að við blasa erfiðar áskoranir, svo sem öldrun þjóðarinnar, sem kalla á aukin ríkisútgjöld til heilbrigðismála. Stjórnvöld verða að forgangsraða rétt í ríkisfjármálum og tryggja áfram fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu. Það felst ekki aðeins í auknum fjárveitingum, heldur þarf jafnframt að sjá til þess að fjármunir séu nýttir á sem hagkvæmastan máta. Nú þegar eru kostir einkarekstrar nýttir á fjölmörgum sviðum heilbrigðismála og verður að tryggja að svo verði áfram í ríkari mæli.

 

Mennt er máttur

Menntakerfið þarf að halda áfram að þróast í þá átt að þjóna nemendum betur með auknum sveigjanleika og fjölbreyttara rekstrar- og námsframboði. Tryggja verður valfrelsi nemenda þannig að þeir geti stundað nám á eigin forsendum, en séu ekki allir steyptir í sama mót. Kerfið þarf jafnframt að stuðla að því að nemendur þekki styrkleiki sína og veikleika. Þannig er betur hægt að sporna við brottfalli og auka framleiðni til hagsbóta fyrir nemendur og samfélagið allt. Auka þarf vigt iðn- og tæknimenntunar í námframboði á Íslandi og bæta enn frekar tengingu háskóla og atvinnulífs í rannsóknum og kennslu.

 

LÍN fyrir námsmenn

Nýtt frumvarp um Lánasjóð íslenskra nemenda er stórt skref í átt til þess að sinna betur hlutverki sínu sem jöfnunarsjóður sem tryggir öllum rétt til náms óháð efnahag. Sjóðurinn mun áfram bjóða upp á hagstæðustu lán á markaði. Á sama tíma verður sá faldi styrkur sem felst í niðurgreiddum vöxtum núverandi kerfis, sem hagnast mest þeim með hæstu lánin, gerður gagnsærri og sanngjarnari. Hækka þarf frítekjumark LÍN þannig að nemendum verði ekki refsað fyrir að sýna sjálfsbjargarviðleitni og vinna með námi.

Notendastýrð persónuleg aðstoð

Það er mikilvægt að lögfesta NPA, notendastýðra persónulega aðstoð, sem þjónustuform.

Posted by Áslaug Arna on Tuesday, 30 August 2016

Velferð og frelsi einstaklinga með fötlun

Hugmyndafræðin um sjálfstætt líf sem NPA, notendastýrð persónuleg aðstoð, byggist á. Miðar að því að allar manneskjur, óháð eðli og alvarleika sinnar fötlunar, geti tekið sínar eigin ákvarðanir um sitt eigið líf. Þau fá val og frelsi um það hvernig aðstoðin er skipulögð og hvar og hvenær hún fer fram. Því geta einstaklingar á öllum aldri og með ólíkar fatlanir notað þjónustuna. Mikilvægt er að lögfesta þessa þjónustu.

 

Verndum náttúruna

Umhverfisvernd er of mikilvæg til þess að eftirláta hana ríkisvaldinu, Náttúra og auðlindir eiga ekki að vera gjaldmiðill í hrossakaupum stjórnmálamanna, heldur þarf að virkja ábyrgð fólksins í landinu til að standa vörð um umhverfið og leita sjálfsprottinna lausna. Einfaldir hvatar til umhverfsvænni reksturs heimila og fyrirtækja myndu skapa fleiri virka verndara náttúrunnar. Eðlilegt er að þeir sem njóta afnota af auðlindum okkar, standi undir sér án ríkisstuðnings og kjördæmapots og nýtingin byggist á heilbrigðum markaðsforsendum. Þeir sem menga mest, eiga ekki að borga minnst. Sjálfbær nýting auðlinda er lágmarkskrafa og því er mikilvægt að fallið verði frá áformum um lagningu háspennulínu yfir Sprengisand. Lagningin hefði í för með sér mikil og óafturkræf áhrif á miðhálendi landsins, sem er einstakt svæði á heimsvísu.