ÁSLAUG ARNA SIGURBJÖRNSDÓTTIR

ÁSLAUG ARNA SIGURBJÖRNSDÓTTIR

Verum í sambandi – skráðu þig á póstlistann

Nýjustu greinarnar

Ávarp á Nordic talks 

Nýtum tækifærin 

Sjálfstæðisflokkurinn lækkar skatta 

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

2015

Ritari Sjálfstæðisflokksins

2016

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins

2016

Formaður allsherjar-og menntamálanefndar

2017

Formaður utanríkismálanefndar

2019

Dómsmálaráðherra

2021

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra

Hún er fædd í Reykjavík 30. nóvember 1990. Hún lauk stúdentsprófi við Verzlunarskóla Íslands árið 2010, BA-próf í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2015 og MA-próf í lögfræði frá sama skóla árið 2017.


Áslaug Arna starfaði sem blaðamaður á Morgunblaðinu, lögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurlandi og laganemi á lögmannsstofunni Juris á árunum 2011 til 2016.


Árið 2015 var hún kjörin ritari Sjálfstæðisflokksins og hafði áður gegnt formennsku í Heimdalli, setið í stjórn SUS og miðstjórn Sjálfstæðisflokksins.


Hún hefur verið alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 2016 og gengdi formennsku í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, sat í efnahags- og viðskiptanefnd og gengdi formennsku í Íslandsdeild NATO. Síðar gegndi hún formennsku í utanríkismálanefnd Alþingis og formennsku í Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins.


Áslaug var skipuð dómsmálaráðherra 6. september 2019 og svo háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra árið 2021.