PRÓFKJÖR

Áslaug Arna gefur kost á sér í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

Prófkjörið verður haldið dagana 4. – 5. júní. Opið verður föstudaginn 4. júní milli 11-18 og laugardaginn 5. júní milli 10-18.

Kosið verður á eftirfarandi stöðum:

  • Valhöll, Háaleitisbraut 1.
  • Hótel Sögu, Hagatorgi.
  • Félagsheimili Sjálfstæðisfélagsins í Árbæ, Hraunbæ 102b.
  • Félagsheimili Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti, Álfabakka 14a (Mjódd).
  • Félagsheimili Sjálfstæðisfélagsins í Grafarvogi, Hverafold 1-3 (2. hæð).

HVAÐ ER PRÓFKJÖR?

Prófkjör er persónukjör innan flokka.

Það eru almennar kosningar sem flokkur boðar til um röðun á framboðslista fyrir alþingiskosningar. Þegar prófkjör fara fram bjóða frambjóðendur yfirleitt fram í ákveðið sæti.

Kosningin fer síðan þannig fram að kjósendur raða frambjóðendum í 1. sætið, 2. sæti o.s.frv á kjörseðli sínum. Í prófkjörinu í Reykjavík þarf að raða amk. 6 frambjóðendum en að hámarki 8 frambjóðendum.

Úrslitin fara þannig fram að sá frambjóðandi sem hlýtur flest atkvæði í 1. sætið nær því sæti. Þá er sá frambjóðandi fjarlægður úr talningunni og sá frambjóðandi sem eftir stendur og hefur hlotið flest atkvæði í 1. og 2. sætið samanlagt nær 2. sætinu.

Sá sem fær flest atkvæði fyrir utan þá tvo frambjóðendur í 1.-3. sætið fær síðan 3. sætið og svo framvegis.

HVERNIG TEK ÉG ÞÁTT?

Fyrsta skrefið til að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er að skrá sig í flokkinn. Það er mjög aðgengilegt inn á heimasíðu flokksins www.xd.is, efst á forsíðunni, “Ganga í flokkinn” eða með því að smella hér.

Það er bæði hægt að nota rafræn skilríki til þess að skrá sig en einnig er hægt að fylla út eyðublað og skila í Valhöll, Háaleitisbraut 1 í Reykjavík.

Kjósandi þarf að hafa náð 15 ára aldri (miðast það við afmælisdag en ekki fæðingarár) og einnig þarf lögheimili kjósanda að vera í Reykjavík.

Sýnishorn af kjörseðli er hér til hliðar þar sem þarf að merkja Áslaugu númer 1. Dregið var handahófskennt um hvernig listinn er raðaður upp og er Áslaug neðst á blaði. Merkja þarf við 6 – 8 frambjóðendur, hverki fleiri en 8 né færri en 6 annars er kjörseðillinn ógildur.


MIG VANTAR ÞINN STUÐNING

Ég býð mig fram í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

Viltu taka þátt í prófkjörsbaráttunni? Skráðu þig hér að neðan.

HVAÐ ER PRÓFKJÖR?

Prófkjör er persónukjör innan flokka. Það eru almennar kosningar sem flokkur boðar til röðun á framboðslista fyrir alþingiskosningar. Til þess að taka þátt þarf viðkomandi að vera skráður í Sjálfstæðisflokkinn, vera eldri en 15 ára og eiga lögheimili í Reykjavík.

HVERNIG KÝS ÉG ÁSLAUGU?

Dagana 4. og 5. júní fer fram prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Áslaug sækist eftir 1. sæti. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram í Valhöll frá 21. maí milli 10-16.

HVERNIG GET ÉG HJÁLPAÐ?

Styðjum við Áslaugu með því að uppfæra prófilmyndina þína á Facebook. Smelltu hér að neðan til að uppfæra.

ÁSLAUG ARNA

1. sæti