Til að beita megi úrræðum sóttvarnalaga þarf sjúkdómur að geta valdið farsóttum og ógnað almannaheill. Eftir því sem lengra líður frá upphafi faraldurs og þekkingin verður meiri verður að gera ríkari kröfur til stjórnvalda um að gæta meðalhófs. Aðgerðir mega hvorki ganga lengra né vara lengur en tilefni er til. Við verðum stöðugt að endurmeta… Read More »Með frelsið að leiðarljósi
Frá upphafi var ljóst að viðbrögð við Covid-19-faraldrinum myndu fela í sér bæði efnahagslegan og samfélagslegan kostnað. Þrátt fyrir það tók þjóðin þátt og fólk gerði sitt besta. Fólk áttaði sig á því að hér var vágestur á ferð og utanaðkomandi aðstæður gerðu það að verkum að eðlilegt líf fór úr skorðum. Veiran virðir ekki… Read More »Breytt staða í heimsfaraldri
Fyrr í vikunni var fullyrt í fréttum að viðbrögð stjórnvalda í faraldrinum hefðu verið síðbúnari og kraftminni en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Þessar fregnir byggðust á röngum upplýsingum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem nú hefur leiðrétt misskilninginn. Umfang aðgerðanna var sagt um tvö prósent af landsframleiðslu hér á landi en hið rétta… Read More »Frumhlaup frá vinstri
Stundum er sagt að svo megi illu venjast að gott þyki. Það er nokkuð lýsandi fyrir undanfarið ár. Allan þann tíma sem faraldurinn hefur geisað höfum við þurft að vega og meta stöðu ólíkra hópa í samfélaginu. Allar ákvarðanir í slíku ástandi eru þess eðlis að hagsmunir og heill einhverra hafa beðið hnekki. Hjá því… Read More »Mikilvægt skref til framtíðar
Á árinu sem er að líða fór sem oftar að atburðirnir tóku á sig allt aðra mynd en nokkurn gat órað fyrir. Í kjölfar norðanóveðurs undir lok síðasta árs heilsaði nýja árið með snjóflóðum á Flateyri og í Súgandafirði og jarðskjálftum og landsigi nálægt Grindavík. Undir lok ársins féllu aurskriður á Seyðisfjörð þannig að rýma… Read More »Fram undan er ár tækifæra
Nú stendur yfir alþjóðlegt sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Gærdagurinn markaði upphaf átaksins sem ætlað er að hvetja til umræðu og vitundarvakningar um að samfélagið allt standi saman gegn slíku ofbeldi og knýi á um afnám þess. Þetta árið beinist átakið að áhrifum heimsfaraldurs COVID-19 á kynbundið ofbeldi. Vitað er að þær aðgerðir sem… Read More »Ábyrgð og aðgerðir
Í stað þess að fara á busaball í nýja menntaskólanum aðstoðaðir þú foreldra þína við að setja upp forrit til að fara á fjarfund í vinnunni. Í stað þess að fara á ballið hittir þú vinina á Zoom þar sem þið spjölluðuð um allt það helsta. Í stað þess að fara á æfingu daginn eftir… Read More »Hey þú, takk!
Ríkisstjórnir víða um heim hafa á undanförum vikum og mánuðum sett á ferðatakmarkanir, samkomubann og á einstaka stöðum útgöngubann. Slíkar ákvarðanir um að takmarka frelsi einstaklinga á aldrei að taka af léttúð. Í mannréttindakafla stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu er gert ráð fyrir heimild ríkisvaldsins til að setja skorður við frelsi einstaklinga og þá einvörðungu þegar… Read More »Baráttan við veiruna heldur áfram