Flókið regluverk hér á landi felur í sér mikinn kostnað fyrir atvinnulífið. Á sama tíma vantar sveitarfélög sérhæft starfsfólk til að sinna vaxandi eftirlitshlutverki sínu. Íþyngjandi regluverk hækkar húsnæðisverð og hefur áhrif á skortstöðu á húsnæðismarkaði. Flókið regluverk eykur skriffinnsku og ýtir undir ótta við að gera mistök, það vill enginn brjóta lögin. Reglufarganið hefur… Read More »Regluverkið sem enginn bað um
Það skiptir máli á grundvelli hvaða hugmyndafræði ákvarðanir eru teknar. Það hefur áhrif á það hvernig samfélag við byggjum upp og hvort við náum árangri eða ekki. Formaður Samfylkingarinnar, Kristrún Frostadóttir, rifjaði það upp í nýlegu hlaðvarpsviðtali hvernig hún hefði stigið fram í Covid-faraldrinum og lagt til að atvinnuleysisbætur yrðu hækkaðar. Úrræði ríkisstjórnarinnar voru þó… Read More »Letjandi eða hvetjandi hlaðborð hugmynda?
Eitt mikilvægasta verkefni stjórnmálamanna er að sýna það í verki að okkur sé alvara með það að ná verðbólgu niður. Allir þeir sem koma að hagstjórn landsins: Seðlabankinn, aðilar vinnumarkaðarins og hið opinbera, þurfa að leggja sitt á vogarskálarnar. Hvað ríkið varðar er ljóst að draga þarf úr ríkisútgjöldum og hagræða enn frekar í opinberum… Read More »Lausnir í vösum skattgreiðenda?
Hún er nokkuð þekkt, forsíðan sem Forbes-tímaritið birti undir lok árs 2007, með mynd af manni sem talaði í Nokia-farsíma og þeirri spurningu velt upp hvort nokkur gæti velt „konungi farsímanna“ úr sessi. Þessi forsíða er oft dregin upp enda vitum við sem er að þetta sama ár kynnti Apple til leiks nýjan síma, iPhone,… Read More »Fröken blönk
Við búum sem betur fer við góð lífskjör hér á landi. Lífsgæði hér eru með þeim mestu í heimi, hamingja þjóðarinnar mælist hátt, samfélagsinnviðir okkar eru sterkir, jöfnuður er mikill, félagslegt öryggi er mikið og það sama gildir um almennt öryggi. Kaupmáttur launa hækkaði í fyrra þrátt fyrir heimsfaraldur og þá hafa ráðstöfunartekjur aukist töluvert… Read More »Nýtum tækifærin
Það er óumdeilt að Ísland er háskattaríki hvernig sem á það er litið og frekar tilefni til þess að lækka álögur en að hækka þær. Skattkerfið á Íslandi er þegar tekjujafnandi og ójöfnuður mælist einna minnstur hér á landi. Það heyrist þó kunnuglegt stef úr herbúðum vinstri manna í aðdraganda kosninga, að lausnin við flestum… Read More »Sjálfstæðisflokkurinn lækkar skatta
Á liðnum árum hafa orðið gífurlegar framfarir í umhverfisvænum lausnum, betri nýtingu á auðlindum og sóun hefur minnkað. Á sama tíma hefur hugarfar og almenn þekking fólks á umhverfismálum gjörbreyst, þá sérstaklega á meðal yngri kynslóða. Þetta kemur einnig fram í breyttri hegðun neytenda. Fólk vill til að mynda vita hvaðan maturinn á diskinum kemur,… Read More »Alvörulausnir í loftslagsmálum
Eitt mikilvægasta verkefnið sem blasir við þjóðinni er að ná atvinnuleysinu niður. Þessi vágestur hefur ekki einungis í för með sér efnahagslega erfiðleika heldur einnig félagslegar afleiðingar sem erfitt er að meta til fjár. Um 11 þúsund manns hafa misst vinnuna frá því faraldurinn gerði fyrst vart við sig í fyrra og nú eru um… Read More »Drifkraftur efnahagslífsins
Fyrr í vikunni var fullyrt í fréttum að viðbrögð stjórnvalda í faraldrinum hefðu verið síðbúnari og kraftminni en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Þessar fregnir byggðust á röngum upplýsingum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem nú hefur leiðrétt misskilninginn. Umfang aðgerðanna var sagt um tvö prósent af landsframleiðslu hér á landi en hið rétta… Read More »Frumhlaup frá vinstri
Það dytti fáum í hug að opna í dag ríkisrekna matvöruverslun, ríkisrekið bifreiðaverkstæði eða ríkisrekna raftækjaverslun. Við vitum að þessi þjónusta er betur komin í höndum einkaaðila, sem keppa sín á milli um viðskiptavini og eru meðvitaðir um það að bæði vörur og þjónusta þurfa að uppfylla nútímalegar kröfur þeirra. Það gilda sömu lögmál um… Read More »Ríkið gegn Apple?