Að mörgu leyti geta orð Jónasar Árnasonar í texta sönglagsins um Fröken Reykjavík einnig átt við um borgina sjálfa: „Ó, það er stúlka engum öðrum lík, það er hún fröken Reykjavík.“ Með sinn „djarfa svip og ögn af yfirlæti“ má með nokkurri einföldun segja að Reykjavík sé blanda af evrópskri stórborg með þéttri byggð og… Read More »Fröken Reykjavík
Hefur formaður utanríkismálanefndar Alþingis ekki um nóg annað að hugsa en að gagnrýna borgarstjórnina í Reykjavík? Þetta voru viðbrögðin sem ég fékk frá innanbúðarmanni í Samfylkingunni þegar ég fyrir nokkrum dögum nýtti þennan vettvang til að skrifa um braggamálið í Reykjavík sem töluvert hefur verið fjallað um í fjölmiðlum að undanförnu. Nú er það reyndar… Read More »Sérfræðingar í sumarfríi?
Forgangsröðun opinberra fjármuna er eitt mikilvægasta verkefni kjörinna fulltrúa. Samspil þess að ákveða hvað skuli fjármagnað úr sameiginlegum sjóðum og vera verkefni hins opinbera og þá hvaða verkefni séu fremri öðrum er áskorun sem allir ábyrgir stjórnmálamenn standa fyrir. Því virðist þó öðruvísi farið hjá Reykjavíkurborg, sem hefur á undanförnum árum ekki mikið horft til… Read More »Dýrasti bragginn í bænum
Síðustu mánuðir hafa ekki verið góðir fyrir stjórnsýslu Reykjavíkurborgar eins og dæmin sýna. Nýlega féll dómur þar sem Reykjavíkurborg var dæmd til að greiða starfsmanni skaðabætur vegna framkomu skrifstofustjóra skrifstofu borgarstjóra og borgarritara í garð hans. Í júlí komst kærunefnd jafnréttismála að þeirri niðurstöðu að borgin hefði brotið jafnréttislög við ráðningu borgarlögmanns í fyrra. Vinnueftirlitið… Read More »Borgarbúar tapa í stækkandi stjórnkerfi
Í Reykjavík eru nú tæplega 2.000 börn á biðlista eftir leikskólaplássi vegna þess að núverandi meirihluti í borginni hefur vanrækt starfsemi og uppbyggingu leikskóla. Á sama tíma þurfa foreldrar þessara barna að taka ákvörðun um það hvort þeirra ætlar að vera lengur heima og ekki á vinnumarkaði. Í flestum tilvikum er það konan á heimilinu… Read More »Leikskólamál eru jafnréttismál