Nýtum tækifærin

Við búum sem betur fer við góð lífskjör hér á landi. Lífsgæði hér eru með þeim mestu í heimi, hamingja þjóðarinnar mælist hátt, samfélagsinnviðir okkar eru sterkir, jöfnuður er mikill, félagslegt öryggi er mikið og það sama gildir um almennt öryggi. Kaupmáttur launa hækkaði í fyrra þrátt fyrir heimsfaraldur og þá hafa ráðstöfunartekjur aukist töluvert […]

Að stíga á verðlaunapallinn

Það var magnað að sjá þann árangur sem Annie Mist Þórisdóttir náði á heimsleikunum í crossfit um þar síðustu helgi. Sérstaklega í ljósi þess að hún eignaðist barn fyrir ári og hafði þar áður fallið úr leik á sama móti. Fyrir svona endurkomu, og til að ná þeim árangri sem hún náði í ár, þarf […]

Hey þú, takk!

Í stað þess að fara á busa­ball í nýja mennta­skól­an­um aðstoðaðir þú for­eldra þína við að setja upp for­rit til að fara á fjar­fund í vinn­unni. Í stað þess að fara á ballið hitt­ir þú vin­ina á Zoom þar sem þið spjölluðuð um allt það helsta. Í stað þess að fara á æf­ingu dag­inn eft­ir […]

Staðreyndir um netverslunarfrumvarpið

Undanfarna daga hefur farið fram mikil umræða um frumvarp mitt til breytinga á netverslun með áfengi. Málið er ekki nýtt af nálinni þótt af umræðunni mætti ætla að svo væri. Málið var unnið í haust, tilbúið í byrjun árs og fór í samráðsgátt stjórnvalda í febrúar. Því fer fjarri að það sé tilkomið vegna þess […]

Lausn sem virkar

Eitt mikilvægasta skref sem stigið hefur verið í þeim tilgangi að hjálpa ungu fólki að eignast húsnæði sem og að létta undir með fólki er að veita almenningi kost á því að nýta séreignarsparnað sinn skattfrjálst til þess að lækka höfuðstól húsnæðislána og fyrir fyrstu kaupendur til að nýta í útborgun. Þessar leiðir tóku gildi […]

Stjórnmálaumræða nútímans

Stjórn­má­laum­ræða þró­ast í takt við tím­ann líkt og allt annað. Áður fyrr fór hún að mestu fram á fundum og á síðum blaðanna, í mörg­um til­vik­um blaða sem voru í eigu stjórn­mála­flokka. Þeir sem ým­ist sóttu fundi eða lásu blöðin gátu slegið sér upp á því að að vera með putt­ann á púls­in­um um það […]

Tryggjum fleiri leiðir

Ein stærsta áskor­un mennta­kerf­is­ins er ekki bara að stand­ast kröf­ur nú­tím­ans held­ur að búa nemend­ur á öll­um aldri und­ir framtíðina. Það er verk­efni sem er sí­fellt í þróun og því er stöðnun líklega versti óvin­ur mennta­kerf­is­ins – og þá um leið at­vinnu­lífs­ins, ný­sköp­un­ar, rann­sókna og þannig mætti áfram telja. Ein leið, af mörg­um, til að […]

Afnemum stimpilgjald

Formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar lagði ný­lega fram þings­álykt­un­ar­til­lögu um aðgerðaáætl­un í húsnæðismál­um, þar sem lagt er til að brugðist sé við al­var­legu ástandi og að stjórn­völd komi að bygg­ingu 5.000 leigu­íbúða til að mæta skorti á húsnæði. Skila­boðin eru skýr; formaður Samfylking­ar­inn­ar hef­ur ekki trú á því að vinstri meiri­hlut­inn í Reykja­vík standi við skyldu sína um […]

Að ganga inn í framtíðina

Um þess­ar mund­ir ganga glaðir stúd­ent­ar út í lífið full­ir til­hlökk­un­ar eft­ir fjölda ára í námi. Þeirra bíður nú að taka ákvörðun um hvort leggja eigi stund á frek­ara nám, hvort tími sé kom­inn til að sækja út á vinnu­markaðinn af full­um krafti eða jafn­vel leggja land und­ir fót, fá reynslu og upp­lif­un úr öðrum […]

Það munar um minna

Rétt fyrir jólin fékk ég tækifæri til að mæla fyrir frumvarpi um afnám stimpilgjalda vegna kaupa einstaklinga á íbúðarhúsnæði. Vonandi tekst okkur þingmönnum að afgreiða frumvarpið á nýju ári enda mikið hagsmunamál fyrir einstaklinga og fjölskyldur. Með frumvarpinu er lagt til að stimpilgjald vegna kaupa einstaklinga á íbúðarhúsnæði verði afnumið. Einstaklingum ber nú almennt að […]
  • 1
  • 2